Hér sjáum við Samúel Eggertsson barnakennara, eiginkonu hans Mörtu E. Stefánsdóttur og nemendur í barnaskóla þeirra á Laugavegi.

 

Pétur Pétursson skrifar um þessa mynd:

 

„Meðal barnanna eru þó nokkur sem þekkjast við fyrstu sýn. Í efstu röð má greina Maríu Markan [óperusöngkonu]. Það sér ei nein þreytumerki á Maríu þótt hún eigi langa leið að sækja í skólann. Á þessum árum er faðir hennar, Einar Markússon, ráðsmaður Laugarnesspítalans. María verður því að ganga alla leið úr Laugarnesi dag hvern og svo heim aftur að loknum skólatíma. Klukkutíma hvora leið. Auk þess sækir hún píanótíma hjá frú Petersen, en svo var hún kölluð, móðir dr. Helga Pjeturss, kona Péturs bæjargjaldkera.

 

Kenndi hún fjölda bæjarbúa á píanó og lék auk þess á dansleikjum. Maríu féll vel í tímum hjá henni, en segist hafa lært allar æfingarnar í Horneman-skólanum utanbókar og spilað þær eftir eyranu. Hafði hún því ekki hugmynd um hvað nóturnar hétu, en það vildi frú Petersen hafa allt á hreinu.

 

Hver veit nema María sé að hugsa um nótnaheftin? Eitt er víst að hún átti eftir að læra heiti nótnanna, gildi þeirra og gott betur og syngja eins og fugl í skógi og bera hróður landsins víða. María sómir sér vel hið næsta skólastjórahjónunum.“ Meira hér.

 

María Markan:

Vídjó