„Gleymdu ekki bandarísku heimsveldisúlfunum!“ Áróðursplakat þetta birtist í Norður-Kóreu, eina stalínistaríki heims, skömmu fyrir andlát æðsta leiðtogans Kim Jong-Il. Eins og sést gerir brosandi bandarískur hermaður sig líklegan til að sleppa litlu kóresku barni ofan í brunn fyrir framan angistarfulla móður.
Hér má sjá fleiri norður-kóresk áróðursplaköt frá árinu 2011:
„Tökum öll þátt í uppskerunni!“
„Gerum Pyongyang, borg byltingarinnar, að fyrsta flokks borg á heimsmælikvarða!“
„Dauðinn bíður mestu óvinum okkar, bandarískum heimsveldissinnum!“
„Ef ráðist er gegn okkur munum við svara í sömu mynt, byrjandi á Bandaríkjunum!“
„Illmennið.“
„Þegar við segjumst ætla að gera eitthvað, þá gerum við það. Orð okkar eru ekki tóm!“
„Bandaríkin eru öxull illskunnar.“
„Lifum og störfum með hugarfar og lífsmóð Chollima!“ Chollima er vængjaður hestur í austur-asískri goðafræði.
„Við skulum öll rækta geitur í fjölskyldunni!“
„Rekum burt bandarísku heimsveldissinnana og sameinum föðurlandið!“
„Forvarnir og meiri forvarnir. Komum upp dýraheilsugæslu til þess að binda enda á smitsjúkdóma!“
„Þótt hundurinn gelti heldur ferðin áfram!“
Heimild: Business Insider, 2011.