Vídjó

Þetta eru ungir harmónikkuleikarar úr Kum Song-skóla í Pjongjang í Norður-Kóreu að spila hið sígilda norska dægurlag Take On Me með A-ha.

 

Flutningurinn er hluti af sýningu norska listamannsins Morten Traavik á listahátíðinni Barents Spektakel í Kirkenes. Traavik er vel kunnugur Norður-Kóreu — hann hefur áður ferðast um landið með diskókúlu.