Breski ljósmyndarinn Frederick W.W. Howell er lesendum LEMÚRSINS að góðu kunnur en hann tók ómetanlegar ljósmyndir á Íslandi og í Færeyjum á síðasta áratug nítjándu aldar. Hér sjáum við myndir af íslensku fólki sem Howell tók á ferðalagi sínu um landið við aldamótin.

 

Howell teiknaði líka myndir af íslensku landslagi og birti í bókinni Icelandic Pictures Drawn With Pen And Pencil (1893). Þar ritaði hann meðal annars:

 

Höfundurinn er svo oft spurður: „En var þér ekki mjög kalt?“ að hann er farinn að hræðast að margir greindir Englendingar haldi enn að Sögueyjan sé algerlega ísilögð eyja, nema kannski þar sem eldtungur Heklu eða skvettur Geysis bræði ísröndina! Fyrir þá verða þessar síður einstaklega áhugaverðar því þær geyma hafsjó af sögulegum fróðleik og lýsingum af hinni miklu fjallafegurð Íslands. Og sjálf hin snævi þöktu svæði breytast í stórkostleg ævintýralönd þar sem villt blóm vaxa sem standast samanburð við það sem finna má í svissnesku ölpunum. Það er stutt á milli beitarlanda til eyðimerkur, frá tindum til sjávar, frá íss til kviku. Það er alveg rétt að fjarvera minnisvarða um fornöld er áberandi en tilvist fólks með tungumál og þúsund ára gamla siði er minnisvarði út af fyrir sig.

 

Howell var mikið á Íslandi á síð­asta áratug nítj­ándu aldar og starf­aði meðal ann­ars sem leið­sögu­maður fyrir erlenda ferða­langa. Hann gekk á Hvannadalshnúk árið 1891, hugs­an­lega fyrstur manna, og fór yfir Langjökul þveran 1899. En Howell drukkn­aði í Héraðsvötnum sumarið 1901 og var jarð­aður að Miklabæ.

 

Fleiri myndir eftir Howell hér.

 

Vopnafjörður

Frá Vopnafirði.

 

vesturgata

Vesturgata í Reykjavík.

 

Steinunn Hjartardóttir í Austurhlíð

Steinunn Hjartardóttir í Austurhlíð.

 

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður.

 

reykjavík

Hátíðahöld í Reykjavík sumarið 1898.

 

Þessi skemmti­lega ljós­mynd mun vera frá þjóð­há­tíð í Reykjavík í byrjun ágúst árið 1898. Hátíðahöldin þóttu merki­leg fyrir margar sakir en keppt var íþrótta­greinum á borð við sigl­ingar og hjól­reiðar í allra fyrsta sinn á land­inu. Meira um málið hér.

 

Rev. Sigurður Gunnarsson with his family.

Séra Sigurður Gunnarsson og fjölskylda hans.

 

Lunch at Hlíðarendi

Hádegisverður við Hlíðarenda.

 

Hraungerði. Minister and his family. (Rev. Ólafur Sæmundsson with his wife & mother.)

Hraungerði. Séra Ólafur Sæmundsson og fjölskylda hans.

 

holt

Fólkið á Holti á Síðu.

 

Galtalækur

Galtalækur.

 

Fossá, Hvalfjörður

Fossá, Hvalfjörður.

 

Fish washing. Eskifjörður. Icelandic and Faroe girls.

Eskifjörður.

 

Family at Brattholt, near Gullfoss

Brattholt.

 

Brú. Basalt column for horse pole. (Jökulsá á Brú.)

Brú.

 

4558279179_2ec3bb9f76_b

Þórður Guðjohnsen með börnum sínum á Húsavík.

 

4558264813_1a67cb2281_b

Hraunhöfn.