Júní 1848. Bylting var gerð í París um vorið og breiddist hratt um alla Evrópu. Þessa mynd tók maður að nafni Thibault hinn 26. júní 1848 af Saint-Maur-Popincourt-götu í París eftir átök.

 

Rætt er um myndina á vefsíðu Musée d’Orsay:

 

„Þessi ljósmynd frá byltingunni 1848 er stórmerkileg heimild; hún var tekin einhvern tímann á þeim fjórum dögum í júní þegar nokkur þúsund manns úr röðum uppreisnarmanna og hersins týndu lífi í París. Það er vitað hvaða dag myndin var tekin og hver ljósmyndarinn var (áhugaljósmyndari sem bjó í Popincourt-hverfi?), þær upplýsingar má finna í texta sem birtist í L’Illustration 1.-8. júlí 1848 og í sérútgáfu tímaritsins Journées illustrées de la révolution de 1848, sem kom út í ágúst 1848.

 

Það sem við sjáum hér, ásamt annarri mynd eftir sama ljósmyndara frá 25. júní 1848, er talin fyrsta ljósmyndin sem notuð var í dagblaðagrein. Fólkið í bakgrunni er ekki nema svartir blettir eins og í mörgum ljósmyndum frá þessum tíma. Þrátt fyrir að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir því, hafði þessi ljósmynd áhrif á sýn listamanna sem fóru að mála um miðjan sjöunda áratug nítjándu aldar, hvort sem þeir voru framúrstefnumenn eða ekki.“