Einhverjir lesendur Lemúrsins þekkja vafalaust sjónvarpsþætti leikstjórans Martins Scorsese, Boardwalk Empire, sem fjalla um skipulagða glæpastarfsemi í bandarísku strandborginni Atlantic City í New Jersey í Bandaríkjunum á 3. áratug síðustu aldar.

 

Hér að ofan sjáum við umrætt „boardwalk“ í Atlantic city árið 1904, en þá var borgin 50 ára gömul og hafði um 32 þúsund íbúa, sem var u.þ.b. fjórum sinnum þáverandi íbúafjöldi Reykjavíkur.