Lemúrinn fer yfir sögu Tyrkjaránsins og gluggar í ferðasögu séra Ólafs Elíassonar sem sigldi alla leið til Algeirsborgar með sjóræningjunum, og skoðar hugmyndir hollensks listamanns um að meðalhæð mannkynsins verði lækkuð niður í 50 cm til að plánetan nýtist betur. Þá er lesið úr gamalli íslenskri kennslubók í landafræði þar sem birtast mjög úreltar hugmyndir um umheiminn.