Bændur í Palestínu nota frumstæða eldvörpu til þess að ráða niðurlögum engispretta. Mikil engisprettuplága gekk yfir Palestínu sumarið 1915. Engispretturnar eyðilögðu þá nærri allan gróður og ollu hungursneyð og farsjúkdómum.

 

Ræðismaður Bandaríkjanna í Palestínu lýsti plágunni svo við New York Times: „Komu engisprettanna væri best lýst sem innrás. Eins langt og augað eygði voru akrarnir þaktir engisprettum, og jafnvel gatan fyrir framan skrifstofu líktist, í hreyfingum græna og bláa massans, flæðandi á.“ (Library of Congress.)