Það væri eflaust hægt að skrifa fjölmargar færslur um eitt vinsælasta danslag allra tíma, „Blue Monday,“ með ensku hljómsveitinni New Order. Talið er að 12″ smáskífa lagsins á vínyl sé sú vinsælasta sinnar tegundar í tónlistarsögunni… sem var reyndar bagalegt fyrir hljómsveitina þegar lagið kom fyrst út árið 1983. Margir kannast eflaust við söguna um hinn gífurlega kostnað við framleiðslu á plötuumslaginu,… [Lesa meira]
Sorgleg endalok fyrstu íslensku leikkonunnar sem lék í Hollywood
Sigrún Olga Sveinsdóttir var dóttir Sveins Sölvasonar og Margrétar Andrésdóttur sem fluttust vestur um haf 1888. Heimildum virðist ekki bera saman um það hvort Sigrún hafi fæðst 1897 eða 1910. Það flækir málið enn frekar að á stuttri ævi Sigrúnar notaðist hún við fleira en eitt nafn.
Í öllu falli tilheyrði Sigrún annarri kynslóð Vesturfara, íslenskra landnema í Kanada. Hún notaði… [Lesa meira]
Þegar fólk tók ljósmyndir af látnum ástvinum
Á ljósmyndinni hér fyrir ofan sjáum við látinn mann. Honum er haldið uppi með sérstöku statífi sem notað var þegar látnir voru ljósmyndaðir en það var algeng iðja á nítjándu öld.
Ljósmyndatæknin var fundin upp á nítjándu öld. Fyrst um sinn var aðeins á færi ríkra að borga ljósmyndurum fyrir að taka myndir af sér, enda var ljósmyndabúnaðurinn í þá daga rándýr… [Lesa meira]
Rasismi og kynferðislegir undirtónar: Shirley Temple lék í vafasömum stuttmyndum á leikskólaaldri
Ein frægasta barnastjarna sögunnar lék í furðulegum stuttmyndum þegar hún var enn á leikskólaaldri. Myndirnar eru vægast sagt vafasamar í augum okkar nútímamanna – hafa tilvísun í kynferðismál og kynþáttahatur. Í ævisögu sinni lýsti Temple þessum myndum sem „ljótri misþyrmingu á barnslegu sakleysi“.
Ef þú pantar Shirley Temple á bar áttu von á því að fá óáfengan kokteil sem inniheldur engiferöl… [Lesa meira]
Hversdagsleg andlit karla og kvenna sem unnu í útrýmingarbúðum nasista í Bergen-Belsen
Þegar Bretar frelsuðu útrýmingarbúðir nasista í Bergen-Belsen í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi hinn 15. apríl 1945 blasti við þeim skelfileg sjón. Sextíu þúsund fangar fundust á lífi, flestir mjög alvarlega veikir vegna vannæringar.
Þrettán þúsund lík lágu eins og hráviði út um allt. Í búðunum höfðu alls um 50 þúsund manns látið lífið. Þar á meðal voru margir gyðingar og sovéskir stríðsfangar.
Anna Frank lést… [Lesa meira]
Ellefu ljósmyndir sem sýna ótrúleg og ógnvekjandi augnablik
Ljósmyndir eru oftar en ekki mikilvæg sönnunargögn um atburði því þær frysta auðvitað ákveðin augnablik um aldur og ævi. Stundum eru ljósmyndir einmitt teknar á ótrúlegum augnablikum sem okkur finnst ógnvekjandi að skoða.
Hér eru nokkur dæmi um slíkar ljósmyndir. Við vörum við sumum þeirra. (Reddit, Wikipedia og fleiri síður)
[Lesa meira]






Smjörfjallið