Sigrún Olga Sveinsdóttir var dóttir Sveins Sölvasonar og Margrétar Andrésdóttur sem fluttust vestur um haf 1888. Heimildum virðist ekki bera saman um það hvort Sigrún hafi fæðst 1897 eða 1910. Það flækir málið enn frekar að á stuttri ævi Sigrúnar notaðist hún við fleira en eitt nafn.

 

Í öllu falli tilheyrði Sigrún annarri kynslóð Vesturfara, íslenskra landnema í Kanada. Hún notaði sviðsnafnið Rae Randall og lék í stóru Hollywood kvikmyndunum The King of Kings (1927) and The Godless Girl (1929). Sé það rétt að hún hafi verið fædd 1910, eins og stendur á legsteini hennar, hefur hún verið aðeins 17 ára gömul þegar hún lék The King of Kings.

 

Sigrun_Solvadottir

Sigrún.

 

Engar heimildir finnast lífshlaup Sigrúnar, fyrir utan eins dálka tilkynningar, stuttar málsgreinar í dagblöðum og tímaritum um voveiflegan atburð sem seinni tíma bækur nýta sem heimildir. Sú mynd sem dregin er upp af Sigrúnu er af framagjarnri ungri konu:

 

Frétt í dagblaðinu The Southeast Missourian, 11. maí 1934.

Frétt í dagblaðinu The Southeast Missourian, 11. maí 1934.

 

Sigrúnu er lýst sem miklum aðdáenda leikkonunnar Gretu Garbo, að hún hafi viljað vera varaskeifan hennar á setti. Í öðrum fréttum er því lýst hvernig myndir af Sigrúnu og Gretu Garbo þöktu veggina í íbúð hennar – þó hafi þær ekki unnið saman né heldur verið myndaðar saman.

 

Lík Sigrúnar fannst þann 10. maí 1934, einhverjum dögum eftir andlátið. Hún var gift námumanninum Fred Hessert og því samkvæmt amerískum sið átti hún að bera nafnið Sigrun Hessert. Sigrun Hessert, fædd 15. desember 1897, sótti um bandarískan ríkisborgararétt 1930 og á færslu IMDB um Rae Randall er hún sögð fædd 1897. Ef til vill hefur Sigrún sagst vera yngri eða eldri en hún var í raun og veru.

 

Vídjó

 

The Kings of Kings er þögul miðjumynd í þríleik  leikstjórans Cecils B. DeMille sem fjallar um síðustu vikurnar í lífi Jesús Krists. Hægt er að horfa á kvikmyndina á YouTube en höfundur lagði ekki í að þaulleita að Sigrúnu meðal aukaleikara. Finni einhver hana má endilega koma ábendingum um það á hvaða tímapunkti hún kemur fyrir á lemurinn[hja]lemurinn.is eða í Facebook athugasemd að neðan. Einhversstaðar hlýtur henni að bregða fyrir. (Þess má geta að rithöfundurinn og heimspekingurinn Ayn Rand var einnig aukaleikari þessari mynd, og kynntist verðandi eiginmanni sínum á settinu.)

 

Sigrún hvílir í Íslenska kirkjugarðinum í Saskatchewan í Kanada.

Sigrún hvílir í Íslenska kirkjugarðinum í Saskatchewan í Kanada.

 

GretaGarbo_13

Greta Garbo (1905 – 1990) var aðeins tvítug þegar hún vakti athygli í heimalandi sínu Svíþjóð fyrir leik sinn og bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Louis B. Mayer gerði við hana samning. Hún reis hraðbyri upp á stjörnuhimininn í Hollywood með hlutverkum í myndum á borð við Mata Hari (1931), Grand Hotel (1932) og Ninotchka (1939). Hún var þrisvar tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki og fékk sérstök verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistar árið 1954.

 

Heimildir

Jökli Sævarssyni er þakkað fyrir ábendinguna um sögu Sigrúnar.