Í apríl 1917 hófu Bandaríkin bein afskipti af heimsstríðinu, sem þá hafði staðið yfir í tæp þrjú ár. Stríðsrekstur er ekki ókeypis (né gáfulegur ef út í það er farið) og var því nauðsynlegt að skera niður í opinberum útgjöldum hvar sem færi gafst.
Þessi niðurskurður hafði meðal annars þær afleiðingar að grassláttur í Hvíta húsinu var lagður af um tíma. Forseti Bandaríkjanna, Woodrow Wilson, fannst því kjörið að taka hjörð kinda upp á sína arma – eða að minnsta kosti að láta hjörðina sjá um að snyrta grasið í garði heimilis síns.

 

Kindurnar, sem voru 48 talsins þegar best lét, stóðu sig með afbrigðum vel. Þær létu sér ekki nægja að „slá“ grasið á sjálfbæran og krúttlegan hátt, heldur var ullin af þeim einnig seld á uppboði fyrir 53.823 dollara – sem þótti dágóð upphæð á þeim tíma. Peningarnir sem fengust fyrir ullina voru síðan notaðir sem hluti stofnfés fyrir Rauða krossinn, sem var formlega stofnaður árið 1919.

 

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.