Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti víða um heim — og sér í lagi minnumst við þess gífurlega og sorglega mannfalls sem styrjöldin hafði í för með sér.
Þó er einnig vel við hæfi að minnast annarra — til að mynda þeirra ferfætlinga sem tóku þátt í styrjöldinni með einum eða öðrum hætti. Vefsíðan IO9 safnaði saman myndum af nokkrum af þeim hugrökku köttum sem „börðust“ í fyrri heimsstyrjöld.

Breskur stórskotaliði gælir við kisa í skotgröfunum í Cambrin í Frakklandi árið 1918. (Imperial War Museum).

Togo, skipskötturinn vígalegi á hinu fræga breska orrustuskipi HMS Dreadnought. (Imperial War Museum).

Pincher, skipskötturinn á breska flugmóðurskipinu HMS Vindex, tekur því rólega á skrúfunni á einni flugvélum skipsins. (Wikimedia Commons).

Ónefndur skipsköttur trítlar á fallbyssu á breska orrustuskipinu HMS Queen Elizabeth við Gallipoli árið 1915. (Bibliotheque nationale de France).

Kisi heilsar upp á liðsmenn skoskrar hálendingaherdeildar á vígvellinum í Norður-Frakklandi árið 1916. (Imperial War Museum).

Þessi ástralski hermaður lét taka mynd af sér með kettlingnum sínum áður en hann hélt í stríðið. (Australian War Memorial).

Bandarískir hermenn strjúka ketti sem þeir rákust á í rústum bæjarins Le Cateau-Cambrésis í Norður-Frakklandi. (Pictorial Record of the 27th Division).