Ljósmyndir eru oftar en ekki mikilvæg sönnunargögn um atburði því þær frysta auðvitað ákveðin augnablik um aldur og ævi. Stundum eru ljósmyndir einmitt teknar á ótrúlegum augnablikum sem okkur finnst ógnvekjandi að skoða.

 

Hér eru nokkur dæmi um slíkar ljósmyndir. Við vörum við sumum þeirra. (Reddit, Wikipedia og fleiri síður)

 

1

Kínverskur ljósmyndari ætlaði að taka myndir af brúnni yfir Yangtze í Wuhan þegar hann sá konu stökkva fram af. Hann náði ekki mynd af henni en tók hins vegar þessa ljósmynd sem sýnir mann konunnar stökkva í kjölfarið.

 

 

2

Filipseyski stjórnmálamaðurinn Reynaldo Dagsa var myrtur 1. janúar 2011. Þetta var á nýársnótt og Dagsa tók þessa mynd af fjölskyldu sinni  – og morðingja sínum, sem skaut hann til bana andartaki síðar.

 

 

3

Bandaríski raðmorðinginn Robert Ben Rhoades tók þessa ljósmynd af fórnarlambi sínu, hinni 14 ára Regina Kay Walters, rétt áður en hann myrti hana.

 

 

4

Hin kólumbíska Omayra Sánchez var 13 ára þegar eldfjallið Nevado del Ruiz gaus árið 1985. Svokallað eðjuhlaup úr eldfjallinu fór af stað og helltist yfir Armero, þorp Omayru litlu, sem þurrkaðist út. 13 önnur þorp gjöreyðilögðust í hamförunum og 25 þúsund manns létust. Þegar björgunarsveitir og blaðamenn komu á staðinn fundu þeir Omayru sem var föst í rústum heimilis síns. Hún gat sig hvergi hreyft og lést 55 klukkustundum síðar, eftir misheppnaðar tilraunir björgunarmanna til að losa hana úr prísundinni. Omayra vakti aðdáun viðstaddra fyrir ótrúlegt hugrekki og reisn. Franski ljósmyndarinn Frank Fournier tók þessa ljósmynd af henni stuttu áður en hún lést. Myndin var svo prentuð í öllum helstu dagblöðum jarðar og hlaut hin eftirsóttu World Press Photo-verðlaun árið 1985 sem besta blaðaljósmynd ársins í heiminum.

 

 

5

Ljósmyndarinn Robert Landsburg ferðaðist mikið í grennd við eldfjallið Mt. St. Helens vorið 1980. Að morgni 18. maí var hann í nokkurra kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Þegar eldfjallið bókstaflega sprakk í tætlur tók hann myndir af öskuskýinu sem nálgaðist óðfluga. Því næst gekk hann frá myndavélinni og setti í bakpokann og lagðist svo ofan á hann. Sautján dögum síðar fannst lík Landsburg í öskunni. Filman var framkölluð og ljósmyndirnar nýttust vel í rannsóknum jarðfræðinga á fjallinu.

 

 

7

Síðasta myndin sem bandaríski útivistargarpurinn Christopher McCandless tók af sjálfum sér í sjálfskipaðri útlegð sinni í Alaska árið 1992. Hann vildi lifa einföldu lífi í faðmi náttúrunnar. Tilraunin endaði með ósköpum því McCandless fannst látinn nokkrum mánuðum síðar. Virtist hafa soltið í hel. Jon Krakauer skrifaði bókina Into the Wild um örlög McCandless en hún hlaut mikla frægð þegar Sean Penn kvikmyndaði söguna árið 2007.

 

Omagh_imminent

Þessi mynd sýnir hressa feðga, spænska ferðalanga sem voru staddir í bænum Omagh á Norður-Írlandi 15. ágúst 1998. Ljósmyndin átti eftir að birtast um allan heim síðar. Aðeins örfáum mínútum eftir að myndin var tekin sprakk rauði bíllinn fyrir aftan feðgana í loft upp, en farangursrými hans var troðfullt af sprengiefni. 29 létust og 300 slösuðust í þessu sprengjutilræði sem öfgahópur tengdur IRA er talinn hafa staðið fyrir. Maðurinn og drengurinn á myndinni lifðu af en myndavélin og filman fundust síðar í rústunum eftir sprenginguna.

 

 

9

Tara Calico, 19 ára, frá Belen í Nýju-Mexíkó, hvarf sporlaust 20. september 1988. Í júní 1989 fannst þessi Polaroid-mynd á bílastæði fyrir framan verslun í Florida. Talið var að myndin væri af Töru og Michael Henley sem hafði líka horfið í Nýju-Mexíkó árið 1988. Lögreglan gat tímasett myndina eftir maí 1989 vegna filmunnar sem notuð var í myndavélina en hún hafði ekki komið á markað fyrr en þá. Margir efast um að drengurinn á myndinni sé Henley, en hins vegar er talið mjög líklegt að stúlkan sé Tara. Bókin My Sweet Audrina eftir V.C. Andrews sést á myndinni, en það er ein af uppáhaldsbókum Töru.

 

 

10

Bræðurnir Sean og Michael McQuilken voru staddir við Moro Rock í Sequoia-þjóðgarðinum í Kaliforníu ásamt fjölskyldunni 20. ágúst 1975. Skyndilega hrönnuðust upp óveðursský. Mikið rafmagn myndaðist og hárið á drengjunum reis. Þetta fannst þeim auðvitað sprenghlægilegt og þessi skemmtilega mynd var tekin. En stuttu síðar sló niður eldingu sem hæfði Sean og fleiri gesti í þjóðgarðinum. Sean lifði sem betur fer af en annar maður sem varð fyrir eldingunni lést. Lesið frásögn Michaels um þennan ótrúlega atburð.

 

 

creepybackstory6

Tveir starfsmenn í þessari vindmyllu í Hollandi létust árið 2013 þegar eldur kviknaði. Þessi mynd sýnir þá faðmast rétt áður en eldurinn eyðilagði vélarhúsið. Lesið meira um málið hér.

 

 

ubYvB

20. apríl 1999 drápu Eric Harris og Dylan Klebold 12 samnemendur sína og einn kennara í Columbine-skólanum í Colorado. Þessi bekkjarmynd var tekin fyrr sama ár. Takið eftir Eric og Dylan efst í vinstra horni.