„GOL DE SCHOLES!“ Besti fótboltalýsandi allra tíma fagnaði mörkum með söng í beinni útsendingu

Þó það kunni að hljóma ótrúlega, þá hefur enska úrvalsdeildin ekki alltaf verið vinsælasta íþróttaefnið í heiminum. Í Argentínu er ofgnótt af fótbolta og gífurlega mikið framboð af liðum og deildum sem fólk horfir á í sjónvarpi. En í dag eru vinsældir ensku úrvalsdeildarinnar óumdeildar og það er ekki síst vegna framlags sjónvarpslýsanda nokkurs, Bambino Fons.

 

Fólk þarf að átta sig… [Lesa meira]

Sænska ríkissjónvarpið árið 1962: Fáðu lit í sjónvarpið með nælonsokkum

Árið 1962 hlupu fjölmargir sænskir sjónvarpsáhorfendur apríl þegar sérfræðingur á vegum ríkissjónvarpsins útskýrði hvernig mætti fá litmynd á annars svarthvítt viðtæki með einu mjög einföldu ráði.

 

Eftir stutta kynningu birtist sérfræðingurinn Kjell Stensson á skjánum og útskýrði á mjög tæknilegan hátt hvernig hefði að tekist að leysa þetta flókna úrlausnarefni með tilvísunum í bylgjuvíxl og ljósbrot.

 

Með því að leggja yfir sjónvarpsskjáinn… [Lesa meira]

NBA-stjörnurnar í White Men Can’t Jump

Kvikmyndin White Men Can’t Jump er fyrir löngu orðin að nokkurs konar költ-fyrirbæri meðal körfuboltaáhugafólks um allan heim. Tímasetning hefur þar mikið að segja. Myndin, sem var leikstýrð af Ron Shelton, var frumsýnd þann 27. mars að vori ársins 1992 eða einmitt um þær mundir sem NBA-æðið var að ná hápunkti með Michael Jordan í fararbroddi – svo ekki sé minnst… [Lesa meira]

Lemúrinn hitti aftur lemúra

Lemúrar, dýrin sem veftímaritið Lemúrinn dregur nafn sitt af, búa aðeins á eyjunni Madagaskar við austurströnd Afríku.

 

Það er þó hægt að komast í návígi við þessar merkilegu verur án þess að ferðast yfir hálfan hnöttinn. Vera Illugadóttir, einn af ritstjórum Lemúrsins, heimsótti til dæmis lemúrahóp í Skansen-garðinum í Stokkhólmi um árið.

 

Það vildi svo til að annar blaðamaður Lemúrsins, undirritaður,… [Lesa meira]

John Mearsheimer útskýrir Víetnam-stríðið fyrir syni sínum

Vídjó

Áður en hann lagði af stað í Víetnam-reisu ákvað Bandaríkjamaðurinn Max Mearsheimer að spyrja föður sinn nánar út í sögu landsins og orsakir stríðsins fræga sem stóð yfir nokkur veginn frá lokum seinni heimsstyrjaldar fram til 1975.

 

John Mearsheimer, faðir Max, starfaði fyrir Bandaríkjaher á síðustu árum stríðsins þegar hann var ungur maður. Í… [Lesa meira]

Hallbjörg slær í gegn í bandarískum sjónvarpsþætti árið 1960

Vídjó

Söngkonan Hallbjörg Bjarnadóttir (1915-1997) skemmti Bandaríkjamönnum í þættinum I’ve Got a Secret árið… [Lesa meira]