Lemúrar, dýrin sem veftímaritið Lemúrinn dregur nafn sitt af, búa eins og frægt er einungis á eyjunni Madagaskar við austurströnd Afríku.

 

Þó er hægt að komast í merkilegt návígi við lemúra á Norðurlöndunum. Skansen í miðborg Stokkhólms er einskonar blanda af Árbæjarsafni og dýragarði sem sérhæfir sig í skandinavískum dýrum — gaupum, elgum og fleira.

 

En þar er einnig hægt að kynnast nokkrum framandi dýrategundum eins og frændum okkur, lemúrum. Á Skansen býr stór hópur kattalemúra eða hringrófulemúra (lemúrategundir eru alls 104 talsins) í stóru búri sem gestir garðsins geta gengið frjálst um og þannig kynnst lemúrum í návígi.

 

Lemúrar eru forvitnar skepnur og eiga það til að príla á gestum — auðvitað alltaf í fyllstu vinsemd. Vefritið Lemúrinn skrapp í heimsókn til lemúranna á Skansen á sólríkum degi um helgina og tók nokkrar myndir af þessum frændum sínum.

 

IMG_2696

Lemúrarnir hafa stórt svæði til umráða þar sem nóg er af trjám og öðru til að leika sér, en lemúrar eru firnagóðir í klifri.

 

Lemúrar eru miklir sóldýrkendur og stilla sér svona upp til þess að fara í sólbað.

Lemúrar eru miklir sóldýrkendur og stilla sér svona upp til þess að fara í sólbað.

 

IMG_2663

 

IMG_2660

 

IMG_2693

Mæður bera börnin sín á bakinu. Þessi ungi er um tveggja mánaða gamall.

 

IMG_2657

 

IMG_2721

 

IMG_2711

 

IMG_2684

 

Lemúr virðir fyrir sér frænda sinn, manninn.

Lemúr virðir fyrir sér frænda sinn, manninn.

 

IMG_2679

Lemúrarnir fá nóg að borða, en eru miklir sælkerar og gestir verða því að passa vel upp á allan mat sem þeir fara með inn í lemúrabúrið. Þessi lemúr nældi sér í kanelsnúð.

 

IMG_2665

 

Lemúr hittir Lemúr. Þessi alvöru-lemúr hafði ekkert á móti því að stilla sér upp með blaðamanni Lemúrsins.

Þessi alvöru-lemúr hafði ekkert á móti því að stilla sér upp með blaðamanni Lemúrsins.