Vídjó

Áður en hann lagði af stað í Víetnam-reisu ákvað Bandaríkjamaðurinn Max Mearsheimer að spyrja föður sinn nánar út í sögu landsins og orsakir stríðsins fræga sem stóð yfir nokkur veginn frá lokum seinni heimsstyrjaldar fram til 1975.

 

John Mearsheimer, faðir Max, starfaði fyrir Bandaríkjaher á síðustu árum stríðsins þegar hann var ungur maður. Í dag gegnir hann prófessorsstöðu við Chicago-háskóla og er einn þekktasti talsmaður raunhyggju í bandarískum utanríkismálum. Í þessu skemmtilega myndbandi fer hann beinskeytt yfir forsögu og atburðarás stríðsins í Víetnam, og setur það í samhengi við bandarísk stjórnmál og samfélag.