Þó það kunni að hljóma ótrúlega, þá hefur enska úrvalsdeildin ekki alltaf verið vinsælasta íþróttaefnið í heiminum. Í Argentínu er ofgnótt af fótbolta og gífurlega mikið framboð af liðum og deildum sem fólk horfir á í sjónvarpi. En í dag eru vinsældir ensku úrvalsdeildarinnar óumdeildar og það er ekki síst vegna framlags sjónvarpslýsanda nokkurs, Bambino Fons.

 

Fólk þarf að átta sig á nokkrum atriðum. Þetta er ekki grín. Í alvöru, þetta er ekki grín. Bambino tók það á sig að spinna upp lög, hann söng, þetta var í beinni. Þetta var leið til að gera ensku deildina heillandi fyrir Argentínumenn þegar fáir þekktu deildina. Og auðvitað virkaði það! Hann var tilbúinn með lög fyrir hvern leikmann. Þessi leikur milli erkifjendanna Manchester United og Liverpool, árið 2006, var gott dæmi. Paul Scholes, einn besti miðjumaður í sögu úrvalsdeildarinnar, skoraði mark. Og þá kom þetta.

 

 

Vídjó

 

Þetta er einfaldlega of fyndið.

 

Friðrik Steinn Friðriksson var ungur maður á ferðalagi í Argentínu og hann sá þetta í beinni. Án djóks, hann upplifði þetta.

 

„Það var mikil spenna fyrir leiknum á  götunni Paraguay, númer 1296. United var að fá Liverpool í heimsókn. Minnir að það hafi ekki mikið gengið á fyrr en Scholes skorar en þegar hann skorar þá fylgir þetta venjulega suður-ameríska GOOOOOOAAAAL en það sem eftir fylgldi var ótrúlega minnisstætt. Lýsandinn byrjar að að syngja upphafsstefið úr Eye of the Tiger en er með sinn eigin texta um Scholes. Svo á 65 mínútu þegar Rio Ferdinard skorar þá heldur hann uppteknum hætti og syngur við lagið Gloria sem Laura Branigan gerði frægt. Ég er ennþá að hugsa um af hverju hann söng ekki við Duran Duran smellinn Rio?“

 

 

Friðrik er hægra megin ásamt Helga Hrafni Guðmundssyni eftir „nokkra“ svellhrímaða snillinga.

 

Og þetta var ekki eina sem hann söng. Hér er samansafn af bestu lögunum.

 

Vídjó