Þrjú stig töffaraskapar. Úr bókinni Rokksaga Íslands – frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna eftir Gest Guðmundsson, 1990.
… [Lesa meira]Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.
Þegar Kim Jong-un var körfuboltakrakki í Sviss
Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu sést hér í Nike-galla á miðri mynd, í Sviss árið 1998. Drengurinn, þá 14 ára, var nemi í Liebefeld-Steinhölzli skólanum í Köniz, og gekk undir dulnefninu Pak-Un. Pilturinn var mikill áhugamaður um körfubolta og krotaði myndir af hetjunni Michael Jordan í skólabækurnar. Vera hans í Evrópu var leyndarmál og skólafélagar og kennarar héldu að hann væri… [Lesa meira]
Þjóðbúningur Rúríar, 1974
Nýr þjóðbúningur, Rúrí, 1974.
„Tillaga um breytingu á íslenska þjóðbúningnum til að laga hann að nútíma þjóðfélagsháttum. Háskólabíó, 1. desember fagnaður stúdenta, 1974.“ (… [Lesa meira]
Jónas Hallgrímsson og léttklæddar konur
Í þjóðargrafreiti Íslendinga á Þingvöllum áttu að hvíla helstu þjóðhetjur og þjóðskáld nýsjálfstæðs lands. Árið 1946 voru bein Jónasar Hallgrímssonar flutt frá Danmörku (reyndar telja margir að röng bein hafi verið flutt) og grafin á þessum stað, sem Jónas frá Hriflu vildi að yrði „Westminster Abbey“ Íslands. Fyrir hafði Einar Benediktsson verið grafinn þar. En með breyttum áherslum og… [Lesa meira]
Nína Sæmundsson í Los Angeles, 1934
Nína Sæmundsson og frumgerð styttunnar af Prómeþeifi í Los Angeles um 1934. Bronsverkið, lokagerð styttunnar, „Prometheus Bringing Fire to Earth“, stendur í MacArthur-garði í borg englanna. Nína var þekktasti myndlistarmaður Íslands á fjórða áratugnum og starfaði um árabil í Bandaríkjunum, til dæmis í Kaliforníu þar sem hún starfaði með ýmsum Hollywood-stjörnum. Hún lærði nýklassískan stíl á yngri árum í Frakklandi og Ítalíu, en… [Lesa meira]
Tsjekhov 34 ára
Rússneska leikskáldið Anton Tsjekhov 34 ára gamall árið 1894. Hann lést tíu árum síðar. Lituð ljósmynd Alexanders, stóra bróður… [Lesa meira]
Pýramídarnir í Giza og stórborgin
Pýramídar gnæfa yfir Giza í Egyptalandi. Borgarsvæði Kaíró hefur vaxið hratt á síðustu áratugum eins og egypska þjóðin öll. Íbúar í landinu voru um 76 milljónir árið 2005 en eru um 102 milljónir í dag.
Ljósmynd: Paulo… [Lesa meira]
Kalínín-breiðgatan í Moskvu, 1977
Kalínín-breiðgata í Moskvu 1977 skartar rússnesku skammstöfun Sovétríkjanna, CCCP, Союз Советских Социалистических Республик eða Soyuz Sovetskikh Sotsialisticheskikh Respublik. Á hinni myndinni sjáum við götuna í nútímanum. Hún var endurnefnd Nýja Arbat-breiðgata eftir hrun Sovétríkjanna.
Mikhaíl Kalínín var einn af stofnendum Sovétríkjanna og þó að hann félli í skugga Leníns og Stalíns var hann að nafninu til forseti ríkisins frá 1919 til… [Lesa meira]
Dóttir Bresnjevs slettir úr klaufunum
Galina Bresnjeva, dóttir Leóníds Bresnjev, dansar uppi á borði skömmu eftir hrun Sovétríkjanna. Faðir hennar, sem sést á mynd í bakgrunni, sat við stjórn landsins frá 1964 til 1982.… [Lesa meira]
Íranska draugaborgin og legókubbarnir í eyðimörkinni
Fjórar milljónir Írana áttu að fá ódýrt húsnæði í nýjum blokkum um allt land, samkvæmt plönum Mahmoud Ahmadinejads forseta 2005-2013. Þær áætlanir fóru hins vegar víða út um þúfur vegna efnahagskreppu og íranska ríkið hefur í síðustu ár verið sligað af kostnaði vegna hins gríðarstóra Mehr-verkefnis. Þótt blokkirnar séu fullreistar á sumum stöðum, liggja aðrar rétt fokheldar, eins og týndir… [Lesa meira]