Þvílík kaka! Hvað er pizza?

Veitingastaðurinn Halti haninn bauð upp á pizzur á 8. áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu sem birtist í Tímanum þann 6. maí árið 1973 en þar fullyrðir Halti haninn að hann sé sá eini sem býður upp á pizzur á Íslandi. Til að ekkert fari milli mála er að finna nákvæma lýsingu á réttinum, en hann mun… [Lesa meira]

Chili-pipar er góður fyrir alla

Uppgangur piparávaxta hefur verið hraður á Vesturlöndum en á undanförnum árum hefur neysla á þessum afurðum Capsicum fjölskyldunnar margfaldast. Það á sérstaklega við um þá fjölskyldumeðlimi sem skora hátt á Scoville-kvarðanum svokallaða, en sá kvarði er til þess fallinn að mæla styrkleika í piparávöxtum – eða með öðrum orðum, hversu „sterkur“ piparinn er.

 

[Lesa meira]

Þegar sælgætið sigraði Berlín

Matur og drykkur hefur verið eitt helsta hreyfiafl mannkynssögunnar. Mannskepnan þarf á næringu að halda og er því tilbúin að leggja mikið á sig til að afla hennar. Stríð eru þar ekki undanskilin. En hvað með gervinæringu og óþarfa vörur á borð við sælgæti? Skiptir sælgætið máli í gangi sögunnar?

 

Það gerði það svo sannarlega í Loftbrúnni til Berlínar, sem átti… [Lesa meira]

„Indíslegur“ matgæðingur

Ein helsta hetja bandarískrar „indí-tónlistar“ er upptökustjórinn Steve Albini. Hefur hann liðsinnt hljómsveitum og listamönnum á borð við Nirvana, The Breeders, Godspeed You! Black Emperor, Robert Plant, The Stooges, Mogwai, Pixies, PJ Harvey og The Wedding Present auk fjölda annarra stærri og minni spámanna. Plöturnar sem Albini hefur komið að með einum eða öðrum hætti telja hátt í 2000, þó… [Lesa meira]

Jack Daniels, beikon, beikon, beikon og meira beikon

Í Montréal í Kanada býr Harley Morenstein, fyrrverandi forfallakennari. Undanfarið ár eða svo hefur hans helsta verkefni verið að búa til vefþætti (wepisodes) um heldur óvenjulega matreiðslu, svo vægt sé til orða tekið. Morenstein hefur ásamt vinum sínum skapað matreiðsluþættina Epic Meal Time, en þættirnir njóta sífellt meiri vinsælda og eru þeir orðnir að svokölluðu „költ-fyrirbæri.“

 

Hugmyndin varð til einhvern tímann… [Lesa meira]

Ekkert segir gleðilega hátíð eins og Foie gras!

Nú þegar flestir Íslendingar eru að jafna sig á skjálftanum í kjölfar árlegrar jólakjöteitrunnar er ekki úr vegi að fara að huga að áramótaveislunni. Frakkar hafa löngum verið álitnir helstu sælkerar heims, og þeir kunna svo sannarlega að gera vel við sig yfir hátíðarnar.

 

Þá gildir einu hvort um er að ræða jól eða áramót, þegar kemur að mat er ekkert… [Lesa meira]

Kryddaðu upp á poppið!

Vandfundið er vinsælla snarl en poppkorn. Á Íslandi komst í tísku að borða saltað poppkorn eftir að bandarískir dátar komu með það hingað til lands þegar þeir tóku að sér það göfuga hlutverk að vernda fósturjörðina fyrir ágangi nasista í seinni heimstyrjöld. Reyndar komu þeir einnig með margar af vinsælustu vörum dægurmenningar landans, svo sem Kornfleks, ís og sígarettur –… [Lesa meira]

Limstór Rubirosa vildi ,,hristan, ekki hrærðan“

Porfirio Rubirosa, ríkiserindreki frá Dóminíska lýðveldinu, er ekki meðal sögufrægustu manna 20. aldar. Í dag er hann sennilega þekktastur innan matar-og drykkjarmenningar en það mun væntanlega verið það síðasta sem hann bjóst við sjálfur.

 

Því er vafalaust að þakka karlrembum eins og Ian Fleming, sem var mikill aðdáandi Rubirosa. Talið er að sú hlið James Bond sem snýr að viðhorfi persónunnar… [Lesa meira]

Kínverskur matur, loksins á Íslandi

Kínverskur matur hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi á undanförnum áratugum. Hvort þær vinsældir megi rekja til heimsóknar herra Ding, og umfjöllunar Agnesar Bragadóttur um þá heimsókn, skal hins vegar ósagt látið.

 

Það var í öllu falli á haustmánuðum ársins 1983 sem „matreiðslusnillingurinn Ding“ kom til Íslands, bæði til að elda fyrir gesti Esjubergs – en jafnframt til að halda matreiðslunámskeið… [Lesa meira]

Eldaðu kona!

Árið 1393 kom út „öndvegisritið“ Le Ménagier de Paris, sem mætti leggjast út á íslensku sem Húsmæðrakver frá París. Þótt eftirsóknarvert væri að kalla ritið barn síns tíma er raunveruleikinn því miður í mörgum tilfellum annar.

 

Ritið er í stuttu máli kennslubók, eða svokallað húsmæðrakver, fyrir ungar konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í hjónabandi. Sögumaður er uppskáldaður eldri… [Lesa meira]

Árstíðabundin matreiðsla myndar jólastemningu

Nú þegar runnin er upp fyrsti sunnudagur í aðventu er ekki úr vegi að huga aðeins að jólum og jólamat. Margir eru enda komnir í jólaskap eftir að útvarpsstöðvar og verslanir byrjuðu að auglýsa komu jólanna í byrjun nóvember. En nóg um það.

 

Á meginlandi Evrópu er fátt jólalegra en hinir svokölluðu jólamarkaðir. Hafa þeir reyndar rutt sér til rúms á… [Lesa meira]

Saga ísskápsins og lausn Kramers

Þeir sem hafa alið manninn í ofneyslusamfélagi Vesturlanda eru líklega sammála um að ísskápar séu hið mesta þarfaþing. Jafnvel á Íslandi, þar sem meðalhitastig á ári hverju er í raun það sama og inni í venjulegum ísskáp.

 

Fyrstu ísskáparnir litu ekki dagsins ljós fyrr en á 19. öld en voru til að byrja með talsvert frábrugðnir þeim ísskápum sem við þekkjum… [Lesa meira]