Vöfflur frá Kennedy og viðbjóðsleg karlremba

John F. Kennedy, 35. forseti Bandaríkjanna, sýndi eldamennsku takmarkaðan áhuga á lífsleið sinni. Hann lýsti því þó eitt sinn yfir að hann væri Berlínarbolla, mörgum til mikillar ánægju. Þá sýndi hann einnig á sér skemmtilega hlið árið 1959, en þá var Kennedy ennþá öldungardeildarþingmaður.

 

 

Kennedy bryddaði upp á vöffluuppskrift fyrir safnritið Political Pot Luck: A Collection of Recipes from Men Only,… [Lesa meira]

Íslensk ímyndarsköpun og Anthony Bourdain

Íslendingar hafa löngum lagt áherslu á að skapa sér jákvæða ímynd erlendis, þar sem lögð hefur verið áhersla á náttúrufegurð og menningu. Þar er matarmenning ekki undanskilin, og er matar-hátíðin Food and Fun gott dæmi um það.

 

Þessi jákvæða ímyndarsköpun var þó víðs fjarri þegar Ísland fékk þann heiður að vera áfangastaður bandaríska matreiðslumeistarans, rithöfundarins og þáttastjórnandans Anthony Bourdain.

 

Bourdain þessi stýrir… [Lesa meira]

Sælkerinn Toulouse-Lautrec

Franski listmálarinn Henri de Toulouse-Lautrec hefur öðlast heimsfrægð í seinni tíð fyrir ódauðleg málverk af lífinu á öldurhúsum Montmartre-hæðarinnar í París. Eins og svo margir sem höfðu atvinnu af skapandi greinum í París undir lok 19. aldar var Toulouse-Lautrec sérstaklega hrifinn af hvers kyns lúxus í mat og drykk.

Er til að mynda hanastélið „Jarðskjálfti“ (Tremblement de terre) uppfinning hans, en… [Lesa meira]