Lemúrar í bráðri hættu

Eins og margar aðrar dýrategundir eiga lemúrar um sárt að binda vegna yfirgangs mannsins. Nýlegar tilkynningar frá IUCN, sem eru alþjóðleg samtök um varðveislu náttúrunnar, eru sláandi. Samtökin segja að lemúrar séu þær dýrategundir í heiminum sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu.

 

Lemúrar deila fjórðu stærstu eyju heims, Madagaskar í Indlandshafi, með um það bil 22 milljónum manna. Eyjan er… [Lesa meira]

Hefðarlemúrinn sem beit heimskautafara

Þegar breski auðjöfurinn Stephen Courtauld keypti miðaldahöllina Eltham Palace í suðausturhluta Lundúna árið 1933 var hún í niðurníðslu. Cortauld og eiginkona hans Virginia spöruðu engu til að gera höllina upp og byggðu á hallarsvæðinu nýtt hús frá grunni í glæsilegum og ríkmannlegum Art Deco-stíl.

 

Í hinni nýju Eltham Palace höfðu Cortauld-hjónin allt til alls, allan hugsanlegan lúxus. Meðal annars létu þau innrétta… [Lesa meira]

Músalemúrar éta hver annan af áfergju

Lemúrinn hefur verið duglegur að vekja athygli á músalemúrum, minnstu tegundum lemúra. Þeir músalemúrar sem birst hafa á síðum Lemúrsins hafa hingað til verið til fyrirmyndar, hvort sem það er músalemúr frú Berthe eða músalemúr doktors Shaquille O’Neal. Nú kveður hinsvegar annað hljóð í kútinn. Í nýjasta hefti fræðiritsins American Journal of Primatology er grein sem varpar dökkri… [Lesa meira]

Eyrnastór eyðimerkurrefur

Fá dýr gætu lifað af funhitann og vatnsleysið í Sahara-eyðimörkinni án þess að vera sérstaklega undir það búin. Eyðimerkurrefurinn (vulpes zerda) er refategund sem er sérstaklega aðlöguð að að hinum erfiðu aðstæðum í heimsins stærstu eyðimörk.

 

Refurinn er minnstur allra villtra hunddýra, og vegur jafnan aðeins 1,5 kg. Risastór eyrun bæta þeim vonandi smæðina að einhverju leyti. Eyðimerkurrefir veiða nagdýr, fugla og… [Lesa meira]

Músalemúr doktors Shaquille O’Neal

Körfuboltastjörnunni, doktornum og heiðursmanninum Shaquille O’Neal er ekkert óviðkomandi. Þaðan af síður hið einstaka en viðkvæma dýralíf á eyjunni Madagaskar. Flestar hinna fjölmörgu tegunda lemúra sem aðeins á finna á Madagaskar eru í útrýmingarhættu vegna ólöglegra veiða, hlýnunar jarðarinnar eða annars ofríkis mannanna.

 

Shaq er að sjálfsögðu miður sín yfir þessu. Til þess að vekja athygli á málstað lemúra heimsótti doktorinn nýlega dýragarð… [Lesa meira]

Lemúrinn sem beit mann

Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndarinn Ryan McGinley. Hún er hluti af sýningunni Animals, en í henni eru dýr sýnd með mönnum.

 

Meira um málið hér. Myndirnar verða sýndar í New York á næstunni.

 

via Dangerous… [Lesa meira]

Þetta eru ekki geimverur – Þær búa á jörðinni

Hér eru nokkrar litríkar og skemmtilegar nærmyndir af stökkköngulóm. Þeir lesendur sem ekki eru hrifnir af köngulóm vilja kannski sleppa því að lesa þessa grein — en Lemúrinn mælir þó eindregið með að allir skoði þessar myndir og njóti þeirra, enda köngulær alls ekki verri en aðrir íbúar jarðarinnar á neinn hátt.

 

Stökkköngulær eða salticidae er stærsti ættbálkur köngulóa; 13% allra… [Lesa meira]

Heimilisköttur eignast kettling í útrýmingarhættu

Fyrir nokkrum vikum sagði Lemúrinn frá því að Íslendingur hafi viljað hefja ræktun á afkvæmum afrísks gresjukattar og íslensk heimiliskattar, en ekki fengið til þess leyfi landbúnaðarráðherra. Sæði úr gresjuköttunum átti að planta í íslenskar læður svo þær eignuðust hálf-afríska villikettlinga.

 

Heimilisköttur nokkur í Bandaríkjunum hefur hinsvegar gengið skrefinu lengra og eignast kettling sem ekki einungis er afrískur villiköttur, heldur… [Lesa meira]

Guðni vildi ekki afrískt villikattablóð

Þessi glæsilega skepna er afrískur villiköttur eða gresjuköttur, leptailurus serval. Árið 2004 sótti einhver Íslendingur um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins að fá að flytja inn sæði úr slíkum ketti frá Bandaríkjunum, til sæðingar á íslenskum húsköttum. Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, hafnaði umsókninni. Morgunblaðið sagði frá málinu 14. júlí 2004:

 

„Umsókn fyrir innflutningi á sæði úr afrískum villiketti, Leptailurus Serval, til sæðingar á íslenskum læðum… [Lesa meira]

Nashyrningurinn Klara í Evrópu átjándu aldar

Málverk feneysks málara frá 1751 sýnir undarlega veru. Risastór nashyrningur stendur fyrir framan áhorfendur sem gapa af undrun. Virðulegur herramaður horfir í gegnum einglyrni til að virða betur fyrir sér furðuverkið. Í bakgrunni sést gríðarstór vagn, sem greinilega er hugsaður til þess að flytja dýrið á milli staða.

 

Fólkið virðist jafn undrandi og sögupersónur bókarinnar Jurassic Park, sem Steven Spielberg kvikmyndaði,… [Lesa meira]

Heimsins minnsta kameljón er fundið á Madagaskar

Loksins er leitinni að minnsta kameljóni heimsins lokið. Þýskir vísindamenn við rannsóknarstörf í norðurhluta Madagaskar komu nýlega auga á þennan litla náunga sem fengið hefur latneska heitið Brookesia micra.

 

Þessi kameljón verða einungis 29 mm löng í allra mesta lagi og geta því auðveldlega haft það náðugt á eldspýtuhaus. Þau kjósa þó helst að búa um sig í laufum eða á… [Lesa meira]

Lemúr númer 102 uppgötvaður í skógum Madagaskar

Lemúrar eru ótrúlega fjölbreyttar skepnur. Líffræðingum hefur reiknast að til séu 101 tegundir af lemúrum, sem allir hafast við á eyjunni Madagaskar í Indlandshafi. Og nú eru þær orðnar 102! Í nýjasta tölublaði apafræðiritsins Primates tilkynnti hópur þýskra og madagaskra vísindamanna að þau hefðu uppgötvað nýja tegund lemúra í regnskóginum Sahafina á austurhluta Madagaskar.

 

Nýi lemúrinn hefur fengið nafnið Músalemúr Gerps (e.… [Lesa meira]