Ljótur lemúr með hræðilegar morðkrumlur

Lemúrar eru flestir einstaklega fagrar, greindar og almennt undursamlegar skepnur. Hinsvegar eru svartir sauðir í hverri fjölskyldu og einnig meðal lemúra. Aye-aye (Daubentonia madagascariensis) er næsta óumdeilanlega ljótasti lemúrinn.

 

Líkt og aðrir lemúrar býr aye-aye á Madagaskar. Aye-aye eru náttdýr og hefst aðallega við í trjákrónum í regnskógunum á austurströnd eyjunnar. Þessir litlu vinir okkar eru jafnan 30-37 cm á lengd og hafa til… [Lesa meira]

Blendingur ísbjarnar og grábjarnar

Þessi myndarlegi grái björn er blendingur tveggja bjarnartegunda, sonur grábjarnaföðurs og ísbjarnamóður. Hann er sá eini sinnar tegundar sem vitað er að hafi fæðst úti í náttúrunni, en grábirnir og ísbirnir hafa nokkrum sinnum verið látnir eignast afkvæmi í dýragörðum. Bangsi var á vappi í Norður-Kanada þegar hann var skotinn af bandarískum auðmanni.

 

Á ensku eru svona blendingar stundum kallaðir prizzly bear eða… [Lesa meira]

Tenrekur, náfrændi fílsins

Tenrekar eru spendýrategund sem finna má á meginlandi Afríku og á Madagaskar. Þeim svipar mjög til broddgalta og snjáldurmúsa en eru þó skyldari fílum og sækúm. Tenrekar eru mjög fjölbreyttir, en sá sem hér sést er svokallaður röndóttur láglendistenrekur, sem aðeins býr á Madagaskar. Hann getur orðið allt að 19 cm langur, étur orma og maðka og býr í hópum allt… [Lesa meira]

Tignarlegasta skepna jarðar: Nefapinn

Fáar lífverur á jörðinni eru eins tignarlegar og fagrar og nefapinn, nasalis larvatus. Það ætti að vera hverju mannsbarni ljóst.

 

Þessi frændi okkar býr á láglendi Borneó og er í útrýmingarhættu. Meðal karldýr er um 75 sm á hæð og vegur 20 kg, kvendýrin eru nokkuð minni. Nefapinn dregur nafn sitt vitanlega af hinu glæsilega nefi, en það ber einungis karldýrið.… [Lesa meira]

Leðurblaka myrkahöfðingjans

Þessi litla leðurblaka heldur til í frumskógum Víetnams og ber hið óttavekjandi latneska heiti Murina beelzebub eða Pípunefja-leðurblaka Beelzebubs. Það voru ungverskir náttúrufræðingar sem gáfu leðurblökunni nafn þetta, þegar þeir uppgötvuðu tegundina nú í haust, að sögn vegna litarháttar hennar, en hún er með svart höfuð og dökkan feld allstaðar nema á maganum, sem er ljósari. Beelzebub litli þykir feimin… [Lesa meira]

Ónagri, villtur asískur asni

Ónagri eða gresjuhestur (Equus hemonius) nefnist náfrændi hests og asna sem heldur til í eyðimörkum og gresum í Indlandi, Pakistan, Tíbet, Mongólíu, Íran, Sýrlandi og Ísrael. Þeir eru örlítið stærri en asnar, meðal ónagri er 290 kíló og 2.1 metra langur. Ónagrinn hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Fyrir rúmum fjögur þúsund árum drógu þeir vagna og stríðskerrur hinna fornu… [Lesa meira]

Meishan, ljótasta svínið?

Svín þykja almennt engar fegurðardísir en flest eru þó bara ansi hugguleg í samanburði við þetta kvikindi sem hér sést. Þetta er meishan-svín, af tegund alisvíns nefndri eftir Meishan-héraði í Suður-Kína þar sem svínin eiga rætur að rekja. Meishan-svín þykja mjög hentug til ræktunar þar sem þau verða kynþroska semma, 2-3 mánaða gömul, og geta átt afkvæmi tvisvar á ári,… [Lesa meira]

Svartlemúrar sjúga eiturlyf úr þúsundfætlum

Vídjó

Svartlemúrar byggja skóga á norðvesturhluta eyjarinnar Madagaskar. Þeir eru félagsverur miklar og búa ásamt sjö til tíu nánum ættingjum í þéttri þyrpingu. Þó svartlemúrar leggi sér aðallega ávexti og aðra græna rétti í munn teljast þeir alætur því þeir éta talsvert af skordýrum. Eitt skordýrið hafa þeir þó vit á að éta ekki. Það… [Lesa meira]

Fjólufroskur gaggar eins og hæna

Hinn búlduleiti fjólufroskur (nasikabatrachus sahyadrensis) býr í fjöllunum á vesturhluta Indlands. Hann verður að meðaltali um 7 cm langur og hljóðin sem hann gefur frá sér líkjast gaggi í hænu. Vísindamenn uppgötvuðu ekki tilvist hans fyrr en í október 2003, þar eð froskurinn eyðir nánast öllu árinu neðanjarðar, fyrir utan þær tvær vikur sem monsúnrigningarnar standa yfir, en þá er… [Lesa meira]

Fanaloka, dularfullt madagaskt rándýr

Fanaloka (fossa fossana) er, eins og latneska heitið bendir til, skyld fossu, en þær tilheyra báðir eupleridae, ætt rándýra sem finnst aðeins á Madagaskar. Fanaloka er einnig þekkt sem randaþefköttur (e. striped civet) en það er rangnefni þar sem hún er ekki lík þefköttum nema í útliti. Fanalokur eru rúmlega 47 cm á lengd og með 20 cm langt skott.… [Lesa meira]

Gegnsær glerfroskur

Hvernig er umhorfs innan í froski? Nú þarf lesandinn ekki lengur að velta þessari spurningu fyrir sér, þökk sé hinum suður- og miðameríska glerfroski (centrolenidae). Froskurinn er ekki allur gegnsær, aðeins neðri hlutinn — að við virðum hann fyrir okkur ofan frá er hann einfaldlega ljósgrænn. Vísindamenn hafa ekki enn komist að því hvers vegna froskurinn er gegnsær á þennan… [Lesa meira]

Púkahákarl með lausa kjálka

Þetta ófrýnilega andlit tilheyrir svokölluðum púkahákarl (Mitsukurina owstoni) eða goblin shark eins og hann kallast á ensku. Púkahákarlar kunna best við sig á miklu dýpi, dýpra en 200m, þar sem geislar sólar ná ekki í skottið á þeim. Flestir þeirra lifa í sjónum við strendur Japans. Stærsti púkahákarlinn sem vitað er um var 3,8 metrar. Þeir gæða sér helst á á djúpsjávarfiskum,… [Lesa meira]