Vídjó

Bretinn Bertrand Russell (1872-1970) var einn áhrifamesti heimspekingur tuttugustu aldar. Hann trúði ekki á guð og leit á trúarbrögð sem hjátrú, sem væru beinlínis skaðleg fólki. Í ritgerðinni Why I Am Not A Christian (Af hverju ég er ekki kristinn) frá 1927 færir hann rök gegn tilvist guðs.

 

Hér er íslensk þýðing textans á rafbókaformi.

 

Í ræðu sinni frá 1949 „Am I an Atheist or an Agnostic?“ ræddi Russell um hvort hann ætti að kalla sjálfan sig guðleysingja (e. atheist) eða efahyggjumann (e. agnostic):

 

„Ef ég væri einungis að tala við heimspekinga myndi ég sem heimspekingur lýsa sjálfum mér sem trúleysingja, vegna þess að ég held að það ekki sé með neinu móti hægt að sýna í eitt skipti fyrir öll að það sé ekki til neinn guð. Á hinn bóginn, ef ég vil gefa venjulegum manni úti á götu rétta mynd af mér, þá held ég að ég ætti að kalla sjálfan mig guðleysingja, vegna þess að þegar ég segi að ég geti ekki sannað að guð sé ekki til, þá ætti ég að bæta því við að ég get ekki heldur sannað að guðirnir í Hómerskviðum séu ekki til.“ (http://is.wikipedia.org/wiki/Bertrand_Russell)