Vídjó

Íslendingar á ferðalagi í Norður-Kóreu skruppu á bókasafn og fengu þar að heyra íslenska tóna á segulbandstæki. Morgunblaðið sagði frá þessu í fyrra. Heyra má í kassettutækinu hér fyrir ofan.

 

„Á almenningsbókasafninu í Pyongyang vippaði bókasafnskonan fram kassettu með íslenskri tónlist, harmonikkumúsík og íslenskum dægurlögum. Það var vægast sagt sprenghlægilegt,“ sögðu ferðalangarnir.

 

Og eins og kemur fram í grein Moggans heitir lagið Sjómannabragur og er flutt af svokölluðum MK Kvartett. „Mezzoforte spilar undir og þau Guðrún Gunnarsdóttir, Skarphéðinn Hjartarson, Þór Heiðar Ásgeirsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Anna Hafberg og Brynjar Örn Gunnarsson syngja. Lagið kom út á plötu sem Kópavogsbær gaf út árið 1983 og er nánast hvergi að finna nema í Pyongyang.“

 

North Korean leader Kim Jong-un looks at the latest combat and technical equipments, made by unit 1501 of the Korean People's Army, during his visit to the unit

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu með herforingjum. Kannski reyna þeir að spila MK Kvartettinn í kassettubúnaðinum.

 

qQLfHCr

Klapp, klapp.