Fossa, erkióvinur lemúra

Fossur (cryptoprocta ferox) flokkuðust lengi vel sem kattardýr, útlitisins vegna. Þær eru í raun skyldari möngum (mongús). Fossur eru stærstu ránspendýr Madagaskars að manninum undanskildum. Meðalfossa er 75-80 cm löng, með svipað langt skott, og vegur 6-10 kg. Fossurnar kunna best við sig í þurrum hitabeltisskógum á vesturhluta eyjunnar, þar sem þær geta klifrað og stokkið milli trjáa af mikilli leikni. Þær… [Lesa meira]

Jimmy Carter og morðóða kanínan

Myndin að þessu sinni er ansi óskýr, en lesandinn verður að taka Lemúrinn á orðinu þegar hann fullyrðir að maðurinn á bátnum er 39. forseti Bandaríkjanna og handhafi Friðarverðlauna Nóbels, Jimmy Carter, og hvíta þústin til hægri er risavaxin kanína á sundi. Myndin er tekin á bóndabæ forsetans í Georgíufylki þann 20. apríl 1979. Hann hafði tekið sér stundarfrí frá… [Lesa meira]

Gerenúk, eins og gíraffi

Gerenuk (Litocranius walleri) er antilóputegund sem býr í kjarrlendi og á sléttum Austur-Afríku, sérstaklega Sómalíu. Orðið gerenuk er úr sómalísku og ku þýða „háls eins og á gíraffa„. Það er einmitt helsta einkenni gerenuk-antilópunnar, hún er með sérlega langan háls. Hálsinn gerir henni kleyft að ná laufum af hærri trjám en aðrar antilópur — og gerenúkan bætir reyndar um betur og… [Lesa meira]

Almennar og nákvæmar lýsingar á hryggdýrum, raðað samkvæmt nýjustu uppgötvunum og framförum í dýrafræði

Fyrirsögnin hér að ofan er þýðing á upprunalegum titli bókarinnar General and Particular Descriptions of the Vertebrated Animals, Arranged Conformably to the Modern Discoveries and Improvements in Zoology. Order Quadrumana, sem kom út í London árið 1821. Bókina setti saman breski lög- og náttúrufræðingurinn Edward Griffith (1790-1858) og átti hún að verða hluti af stóru ritverki um dýrategundir jarðarinnar. Það… [Lesa meira]

Nakin moldvörpurotta, ljótasta dýrið?

Lemúrinn leyfir sér að fullyrða að fá dýr hér á jörðinni geti skákað nöktu moldvörpurottunni (Heterocephalus glaber) svokallaðri í hreinum ófríðleika. Þetta snotra nagdýr er að finna í graslendi Austur-Afríku. Sérkenni þeirra er að þær búa neðanjarðar í búum líkt og maurar og býflugur, en slík tilhögun er annars svo að segja óþekkt meðal spendýra. Þær bregða sér sjaldan ef aldrei upp… [Lesa meira]

Manul, tólf milljón ára gamall köttur

Þessi fýlulegi loðklumpur er pallasarköttur eða manul, sem á heima á gresjum Miðasíu. Pallasarkötturinn (Felis manul) er elsta lifandi kattartegundin, en hún þróaðist líklegast úr fornaldarkettinum pseudaelurus fyrir heilum 12 milljón árum. Pseudaelurus þessi var á stærð við hlébarða og er einnig forfaðir hinna frægu sverðkatta. Pallasarkettir eru hinsvegar einungis á stærð við vel haldinn heimiliskött.

 

Ástæða langlífis tegundarinnar er talin… [Lesa meira]

Pepée: sorglegasta lag sem samið hefur verið um apa

 

Árið 1961 var tónskáldið og anarkistinn Léo Ferré staddur á tónleikum ásamt eiginkonu sinni Madeleine. Á dagskránni það kvöld var meðal annars skemmtiatriði flutt af Marquis fjölskyldunni, sem var hópur af þjálfuðum simpönsum.

 

Ferré hreifst svo af þessum viðkunnanlegu skepnum að hann keypti eina apynjuna að sýningunni lokinni. Þessi óvenjulega viðbót við Ferré fjölskylduna nefndist Pepée, þótt Léo kallaði hana oft… [Lesa meira]

Músalemúr frú Berthe, minnsti frændi okkar

Músalemúr frú Berthe (microcebus berthae) er minnsta tegund lemúra og jafnframt minnsti prímatinn. Meðalhæð þeirra er 97 mm og meðalþyngd 30 grömm. Þá er helst að finna í Kirindy Mitea, einum fjölmargra þjóðgarða í vesturhluta Madagaskar. Dýrið er skýrt eftir frú Berthe Rakotosamimanana, einum virtasta lemúrafræðingi Madagaskar, en um hana má fræðast frekar annarstaðar á síðunni, [Lesa meira]