Star Wars lagið í diskóbúningi með japönskum söng

Vídjó

Þetta lag varð geysilega vinsælt í Japan í kjölfar vinsælda Star Wars-myndanna. Þetta er Star Wars-tónlistin eftir John Williams í diskóbúningi með japönskum texta sem söngvarinn Masato Shimon syngur, en hann er nokkuð þekktur í Japan fyrir að syngja þemalög teiknimyndaþátta þar í landi.

 

En lagið er hins vegar stolið frá hljómsveitinni Meco sem gaf… [Lesa meira]

Frábær spilamennska hjá The Animals í lit og hágæðum

Vídjó

Hér sjáum við ensku hljómsveitina The Animals flytja lagið Around and Around í bandarísku kvikmyndinni Get Yourself a College Girl árið 1964. Þrátt fyrir að þessi kvikmynd sé ekki hátt skrifuð, var illa heppnuð grínmynd sem fær einkunnina 4,6 á IMDB, er þessi upptaka með The Animals merkileg. Því við sjáum þessa mögnuðu hljómsveit… [Lesa meira]

Barry Lyndon: Kvikmyndin sem var eins og málverk frá 18. öld

Kvikmyndin Barry Lyndon frá árinu 1975 er eitt af mörgum frábærum sköpunarverkum leikstjórans Stanley Kubrick. Hún er byggð á skáldsögu Williams Thackeray, The Luck of Barry Lyndon, og segir raunasögu ungs ævintýramanns á miðri 18. öld.

 

Við gerð myndarinnar notaði Kubrick nær eingöngu náttúrulega lýsingu. Upptökur fóru fram með sérlega ljósnæmum linsum sem þróaðar höfðu verið af geimvísindastofnuninni NASA fyrir Apollo tunglförin. Útkoman… [Lesa meira]

„Þetta er alvarleg myndlist“: Heimildarmynd um íslenskar myndasögur

Vídjó

Heimildarmyndin Íslenskar myndasögur eftir Halldór Carlsson var sýnd á RÚV árið 1999.  Fyrri hluti fyrir ofan og sá seinni fyrir neðan. (Via Dr.… [Lesa meira]

Magnað viðtal við Ingmar Bergman í bandarískum sjónvarpsþætti árið 1971

Vídjó

Sænski kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman (1918-2007) mætti árið 1971 í viðtal hjá Dick Cavett sem stjórnaði vinsælum þætti á áttunda áratugnum. Cavett ferðaðist til Svíþjóðar fyrir viðtalið.

 

Bergman fer yfir víðan völl og ræðir um barnæsku sína af hispursleysi og um lífið í Svíþjóð á uppvaxtarárunum. Hann segir til dæmis frá valdapíramídanum sænska: „Guð var á… [Lesa meira]

Kvikmyndin sem týndist: The Great Gatsby frá 1926

Hin fræga bandaríska bók The Great Gatsby, eftir F. Scott Fitzgerald, var fyrst kvikmynduð árið 1926, einungis ári eftir að hún kom út. En ólíkt skáldsögunni – sem er enn er lesin í massavís – horfir enginn lengur á þessa bíómynd. Því hún er týnd og tröllum gefin.

 

Paramount-stúdíóið framleiddi myndina með talsverðum tilkostnaði. Þetta var á þögla tímanum í kvikmyndasögunni… [Lesa meira]

Vondi gaurinn úr Karate Kid var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir stuttmynd

Muna ekki allir eftir Johnny Lawrence, leiðtoga hinnar illræmdu Cobra Kai klíku sem lagði Daniel LaRusso í einelti?

 

Leikarinn sem lék Johnny Lawrence heitir William Zabka. Eftir að The Karate Kid sló í gegn árið 1984 átti Zabka nokkurri velgengni að fagna. Hann fékk hlutverk í eðalgrínmyndinni Back To School með Rodney Dangerfield og einnig kvikmyndinni European Vacation með Chevy Chase.… [Lesa meira]

Mögnuð heimildarmynd um Tsjernóbýl-slysið

Vídjó

Sprengingin í kjarnaofni 4 í kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl, 26. apríl 1986, er af flestum talin alvarlegasta kjarnorkuslys sögunnar.

Allt til ársins 2011 var þetta eina slysið af stærðargráðunni 7 sem átt hafði sér stað í heiminum en þá dundu miklar hörmungar yfir í Daiichi-kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan.

Afleiðingar slyssins voru geigvænlegar. Geislun og önnur mengun… [Lesa meira]

Góði nasistinn Thomas Kretschmann

Þýski leikarinn Thomas Kretschmann leikur oftast nasista. Hann hefur leikið nasista í meira en tíu myndum til þessa og má segja að stórmyndir um Þýskaland nasismans séu varla gerðar án þess að Kretschmann sé hafður með. Og nú er væntanleg þrívíddarmynd frá Rússlandi um orrustuna um Stalingrad með þessum sama leikara.

 

Thomas Kretschmann æfði sund þegar hann var unglingur í austur-þýsku… [Lesa meira]

Söngur frá undirdjúpum líkamans

Vídjó

Síberskir hirðingjar syngja með barkanum og ná að mynda tvö hljóð í einu. Þeir eru af þjóðflokki sem telur álíka marga og Íslendingar. Þýski leikstjórinn Werner Herzog kvikmyndaði barkasöngvara árið 1993.

 

Í Suður-Síberíu, á milli Mongólíu og Rússlands, býr hirðingjaþjóðin Tuva. Tuvar eru um 300 þúsund talsins og búa á sjálfsstjórnarsvæði innan vébanda Rússlands.

 

Tuvar eru… [Lesa meira]

Geimveruinnrás í Lapplandi! Sjaldséð sænskt sci-fi

Loftsteinn hrapar til jarðar í snæviþakta eyðimörk Lapplands, nyrst í Svíþjóð. Bandarískir jarðfræðingar eru sendir af stað til þess að rannsaka málið, en uppgötva þegar á hólminn er komið að hluturinn sem féll til jarðar er ekki loftsteinn, heldur geimskip. Og úr geimskipinu stekkur risavaxið loðið geimskrímsli, sem ræðst á jarðfræðingana og hrifsar með sér kærustu eins þeirra. Jarðfræðingarnir og innfæddir… [Lesa meira]

„Atlantshafssamfélagið“: Fræðslumyndir NATO frá 1950 um aðildarríkin fjórtán

Lemúrinn hefur áður fjallað um fræðslumynd NATO um Ísland frá árinu 1950, en þar er landinu er lýst sem „stórbrotnu dæmi um sið­ferði­legt hug­rekki frjálsra manna“.

 

Slíkar fræðslumyndir voru gerðar um þjóðríkin fjórtán sem þá voru meðlimir Norður-Atlantshafsbandalagsins. Myndir þessar eru nú aðgengilegar á netinu. Hér að neðan eru hlekkir á fræðslumyndirnar allar, en þær eru stórmerkileg söguleg heimild bæði… [Lesa meira]