Vídjó

„Eyland þetta er stórbrotið dæmi um siðferðilegt hugrekki frjálsra manna! Með staðfestu sinni og trú hafa þeir skapað auðugt og réttlátt þjóðfélag í einu harðbýlasta landi veraldar.“

 

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) varð til árið 1949 og var Ísland á meðal stofnríkja þess. Ekki löngu eftir stofnun bandalagsins voru gerðar heimildarmyndir um sérhvert aðildarríki og hér er myndin um Ísland.

 

„Landið er skrýtið og fallegt á sumrin, en eyðimörk vinda og íss á veturna.“

 

Myndin afhjúpar tíðarandann á sjötta áratugnum þegar kalda stríðið var nýhafið. Menn spara ekki gífuryrðin um hið stórkostlega Ísland hins frjálsa norræna manns.

 

Senurnar í myndinni eru áhugaverðar. Auk náttúruperla sjáum við Reykjavík eftirstríðsáranna og við sjáum fólk við vinnu sína víða um land. Og við sjáum banana og beljur, fisk og lýsi.