Sumir þekkja þessa tilfinningu: Að dröslast skömmustulegur á fætur eftir óhóflega neyslu áfengra drykkja. Timburmenn hefja störf og með þeim hellist yfir kvíði og eftirsjá. Og samviskubit. Hvað gerði ég af mér? Hvað var ég að röfla aftur? Og við hvern?

 

Djammviskubit er skemmtilegt nýyrði sem margir eru farnir að nota um akkúrat þetta. Þessi tilfinning er líklega mjög algeng á Íslandi miðað við önnur lönd. Enda er nokkuð stíft drukkið á klakanum – og oftast mikið í einu. Fámennið magnar svo djammviskubitið, enda eru oft tugir manna, sem viðkomandi áfengisneytandi þekkir, viðstaddir ósköpin.

 

Djammviskubitið nagaði forfeður okkar greinilega líka. Því um aldamótin 1900 sá fjöldi manna ástæðu til þess að ganga svo langt að kaupa pláss í blöðum og tímaritum til þess að gefa út opinberar yfirlýsingar þar sem þeir „tóku til baka“ orð sem látin voru falla í „ölæði“. Þessi siður var svo algengur að spurningar vakna um hvort sérstök viðmið hafi ríkt um þessi mál.

 

JohannPPetursson

 

thorarinnHalfdanarson

 

JonEinarsson

 

GudmundurRunolfsson

 

GudmundurKristjansson

 

JohannBjarnason

 

RandverPetursson

 

Ísafold, maí 1908.

Ísafold, maí 1908.

 

Reykjavík, september 1909.

Reykjavík, september 1909.

 

Maður ranglega sakaður um drykkju á jólunum:

 

thjodolfurjanuar1886ElisJoseph

Þjóðólfur, janúar 1886.

 

„Hneigðr um of fyrir ölfaung“:

Þjóðólfur, 16. september 1865.

Þjóðólfur, 16. september 1865.

 

Þjóðólfur, 24. apríl 1869.

Þjóðólfur, 24. apríl 1869.

 

Norðanfari, fimmta tölublað 1866.

Norðanfari, fimmta tölublað 1866.

 

Yfirlýsing um bindindi:

 

thjodolfurjuni1815jbbjalmholti

Þjóðólfur, 15. júní 1865.

 

Yfirlýsing um bindindisslit:

 

Þjóðólfur, 13. júlí 1866.

Þjóðólfur, 13. júlí 1866.

 

Var Jón fullur á Eskifirði sumarið 1877?