Vietnam: The Ten Thousand Day War (1980) er stórgóð kanadísk heimildarþáttaröð um Víetnam-stríðið. Þáttaröðin er framleidd af kanadíska blaðamanninum Michael Maclear og rekur atburðarás sjálfstæðisbaráttu Víetnam frá nýlendutíð Frakka fram til vopnahlésins 1975. Maclear ferðaðist til Víetnam við gerð þáttanna og var fyrstur erlendra blaðamanna til þess að vera hleypt inn í landið að stríðinu loknu.

 

Höfundur þáttanna er Peter Arnett, sem starfaði í Víetnam á vegum AP fréttastofunnar á árunum 1962 til 1975. Þáttaröðin vakti athygli og hlaut verðlaun á sínum tíma, og það að má með sönnu segja að hér sé á ferðinni lengsta og ítarlegasta myndefnið um Víetnam-stríðið sem Lemúrinn hefur komist í kynni við.

 

Þættirnir eru 26 talsins. Hver þeirra er um 48 mínútna langur.

 

Vídjó