106 ára gömul kona ver heimili sitt með AK-47 hríðskotariffli í þorpinu Degh, í grennd við borgina Goris í suðurhluta Armeníu, árið 1990. Eftir hrun Sovétríkjanna brutust út hörð átök milli Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno-Karabakh. Það lá innan landamæra Aserbaídsjan en var heimahérað margra Armena.
Myndaalbúmið Gallerí
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum víða um heim.