Samora Machel, leiðtogi kommúnistaflokks Mósambík, tekur í höndina á Margot Honecker, eiginkonu Erichs Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, árið 1983.

 

Mósambík hafði átta árum áður frelsað sig undan yfirráðum fasíska nýlenduveldisins Portúgal. Sem kveðjugjöf skildi portúgalski herinn landið eftir í rjúkandi rúst, eitraði vatnsbólin og stundaði pyntingar á stórum skala. Þegar evrópsku nýlenduherrarnir höfðu sig loksins á brott tóku Machel og sósíalíska andspyrnuhreyfing hans Frelimo völdin í landinu.

 

Brátt mynduðust náin tengsl milli þessa nýja afríska kommúnistaríkis og Austur-Þýskalands, sem byggði risastórt og forljótt sendiráð í miðborg Mapútó, höfuðborg landsins. Þúsundir mósambískra borgara ferðuðust norður til Evrópu á þessum árum og störfuðu í verksmiðjum Austur-Þýskalands allt fram að falli Berlínarmúrsins 1989.

 

Machel og Honecker

Samora Machel og Erich Honecker við undirritun samnings milli kommúnistaríkjanna tveggja 1979.

 

Samora Machel heimsækir þýska Alþýðuveldið árið 1980. Hann sést hér ásamt Erich Honecker.

Machel heimsækir þýska Alþýðuveldið árið 1980. Hann sést hér ásamt Honecker flokksformanni.