Vídjó

Eins og við munum var Damon Albarn, söngvari hljómsveitarinnar Blur, tíður gestur á klakanum undir lok síðustu aldar. Árið 1997 fór sveitin í tónleikaferðalag til Íslands, Færeyja og Grænlands. Um þá svaðilför gerði Þór Freysson og fleiri Íslendingar heimildarmyndina Nyrst í norðrið. Horfið á hana hér fyrir ofan.

 

Mikið var skrifað í íslenskum blöðum um komu Damons til Íslands og náið fylgst með ferðum hans. Hér er frásögn úr Helgarpóstinum í apríl 1996:

 

„Á fimmtudaginn stóð til að fara og sjá úrslitaleikinn milli KA og Vals, en þegar Damon heyrði af leiknum var hann til í að fara með, enda hafði hann aldrei séð handbolta. Stöð tvö náði tali af kappanum í hádeginu og birti viðtal við hann um kvöldið en handboltaleiknum var hins vegar frestað vegna veðurs og hélt Damon til uppi á hótelherbergi allan daginn þar til hann fór á Kaffibarinn eða „The Bar“ klukkan átta og dvaldi þar í góðu yfirlæti til miðnættis en þá tók við risastórt hundrað manna partí í vesturbænum, nánar tiltekið á Ásvallagötunni.“

 

Óður til drengsins míns. 14 ára stelpa í Keflavík orti. Úr ljóðbálkinum Blurljóð. Úrklippa úr Helgarpóstinum, apríl 1996.

 

Hér fyrir neðan sést yfirlit yfir tónleika helgarinnar í DV í lok ágúst 1997. Helgin var safarík því hljómsveitirnar Blur, Bloodhound Gang, Sálin, Greifarnir, 8-Villt og Skítamórall spiluðu allar þessa sömu helgi.