Á fjórða áratugnum var reynt að flytja nútríur, nokkuð stór suðuramerísk nagdýr, til Íslands. Tegundin, sem er náskyld bjórum, náði þó ekki fótfestu á klakanum.

 

Nútría (Myocastor coypus) er venjulega kölluð coypu á erlendum málum. Hún er upprunnin í suðurhluta Suður-Ameríku, í löndum á borð við Chile, Paragvæ og Argentínu, þar sem hún býr í sefinu við fljót og vötn og nærist á plöntum. Nútrían er því mikill sundgarpur. Hún er á stærð við heimiliskött.

 

Á nítjándu öld fluttu loðdýrabændur dýrið til ýmissa landa í Afríku, Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu með misjöfnum fjárhagslegum ávinningi. Sumstaðar náði nútrían að sleppa úr klóm eigenda sinna og lifa nú villtar, líkt og minkurinn á Íslandi.

 

Innan við 10 nútríur voru fluttar til Íslands 1932. Nútríurækt var stunduð á tveimur bæjum í Grímsnesi með takmörkuðum árangri. Þau dýr sem sluppu lifðu ekki af kaldan veturinn á Fróni. Árið 1985 var lagt til að hefja nútríurækt að nýju á Íslandi en ekkert varð úr þeim áformum.

 

Nútríur eru skyldar flóðsvínum sem Lemúrinn hefur fjallað um.

 

Vídjó

 

Skoðum nokkrar myndir af nútríum.

 

3395761006_90e57e28d9_z

https://www.flickr.com/photos/36351391@N08

 

293154837_e25c08dc75_z

https://www.flickr.com/photos/muzina_shanghai/

 

387614553_3adbbe8474_b

https://www.flickr.com/photos/muzina_shanghai/

 

4819674222_646973d3fa_b

https://www.flickr.com/photos/cdtimm/

 

5991497240_b80f679931_b

https://www.flickr.com/photos/joachim_s_mueller

 

3655910304_8dd4aa48ba_b

https://www.flickr.com/photos/cdtimm/

 

3314528216_52466dc724_b

https://www.flickr.com/photos/cdtimm/

 

8532133572_02398acb4a_b

https://www.flickr.com/photos/jean-jacquesboujot/

 

4181577160_6e6f8f6128_z

https://www.flickr.com/photos/44468093@N04/

 

3733859700_35cbfd636d_b

https://www.flickr.com/photos/cdtimm/

 

13352998414_07cd3a01d7_b

https://www.flickr.com/photos/93941360@N02/

 

1231624397_bfeb3f1d23_b

https://www.flickr.com/photos/joachim_s_mueller/

 

8508304956_29d1d104a8_b

https://www.flickr.com/photos/serguei_30/

 

2982966067_53c635d0e0_b

https://www.flickr.com/photos/27126314@N03/

 

8330120612_50bd4a1507_b

https://www.flickr.com/photos/berniedup/