Vídjó

David Lynch sá árið 1987 um þátt um sögu súrrealískra kvikmynda á BBC.

 

BBC Arena er einn helsti menningarþáttur Bretlands en þýski leikstjórinn Werner Herzog hefur kallað þessa vönduðu þætti „vin í geðveikshafi sjónvarpsins“.

 

Lynch hafði á þessum tíma gert kvikmyndirnar Blue Velvet, Eraserhead, Dune og Elephant Man og hafði með þeim þegar náð frægð fyrir súrrealíska tóna í myndum sínum. Hér segir hann frá ýmsum áhrifavöldum sínum úr kvikmyndasögunni, til dæmis Luis Buñuel og Salvador Dali sem gerðu Andalúsíuhundinn. Lynch fjallar einnig um leikstjóra á borð við Dziga Vertov, Jean Cocteau, Fernand Léger og Chris Marker.

 

Beðist er velvirðingar á myndtruflunum. Þetta eru víst VHS-upptökur.

 

 

Nokkrar súrrealistamyndir á lista David Lynch:

 

Entr’acte, Rene Claire/ Francis Picabia, 1924

 

Emak-Bakia, Man Ray, 1926

 

Vormittagspuck, Hans Richter, 1926

„Hlutir undir yfirborðinu, furðuleg tilfinning fyrir dauða, þverstæðum, tíma… Það hlýtur að hafa verið frábært að vera kvikmyndagerðarmaður í bernsku listgreinarinnar!“ 

 

Maður með myndavél, Dziga Vertov, 1929
Lynch segir að rússneski snillingur Sergei Eisenstein hafi litið á Vertov „sem sjónræna bullu“!

 

Blood of a Poet, Jean Cocteau, 1930
„Cocteau er þungavigtarmaður í súrrealisma”

 

Dreams That Money Can Buy, Hans Richter, 1946

 

The Girl With The Prefabricated Heart, Ferdinand Léger , 1946

 

Discs, Marcel Duchamp, byggt á málverki hans Nekt niður stiga með tónlist John Cage, 1946

 

via Open Culture.