Vídjó

Í byrjun 20. aldar varð fíllinn Topsy þremur mönnum að bana í æðiskasti. Hann hafði þá lengi verið grimmilega misnotaður og píndur af umsjónarmönnum sínum, sem störfuðu fyrir sirkus í New York.

 

Rekstraraðilar sirkusins ákváðu að þetta hættulega dýr skyldi tekið af lífi hið snarasta, og uppfinningamaðurinn frægi, Thomas Alva Edison, bauðst til þess sjá um aftökuna. Aftökuaðferðin átti að vera rafstuð, en rafmagnsstólar höfðu þá verið notaðir við aftökur á glæpamönnum vestanhafs í rúman áratug. Edison sá hér í hendi sér tækifæri til þess að sýna hversu hættulegur og skaðsamur riðstraumur keppinauts hans George Westinghouse væri, og lét því að gera áróðursmynd úr fílsdrápinu.

 

Hljóðlausa myndskeiðið var tekið upp 4. janúar 1903 og var sýnt víða um Bandaríkin. Þar er 28 ára gamli fíllinn drepinn með 6.600 volta riðstraumi. Fimmtán hundruð manns fylgdust með aftökunni, en fíllinn dó nokkrum sekúndum síðar, án þess að gefa frá sér hljóð.