Lemúrinn birtir enn á ný frábærar ljósmyndir eftir Bretann Frederick W.W. Howell.

 

Að þessu sinni sjáum við myndir frá Reykjavík sem teknar voru um 1900, þegar höfuðborgin okkar var enn smábær. Efst sjáum við Vesturgötuna. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Cornell University Library geymir gersemarnar.

 

 

Höfnin í Reykjavík.

 

Ensk skip við Reykjavíkurhöfn.

Æðarfuglar.

Heyfarmur í höfninni.

 

Erlendir ferðamenn búa sig undir ferð út á land.

 

Austurvöllur.

 

Aðalstræti.

 

Sjálfsmynd Bertels Thorvaldsen á Austurvelli. „Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á Austurvelli árið 1875 en vék fyrir styttu Jóns Sigurðssonar og var flutt út í Hljómskálagarð árið 1931. Verkið sýnir Bertel Thorvaldsen halla sér að höggmynd sinni Vonargyðjunni“ – útilistaverk.is

 

Stjórnarráðið, Lækjargata, Bakarabrekka (Bankastræti).

Howell var mikið á Íslandi á síð­asta áratug nítj­ándu aldar og starf­aði meðal ann­ars sem leið­sögu­maður fyrir erlenda ferða­langa. Hann gekk á Hvannadalshnúk árið 1891, hugs­an­lega fyrstur manna, og fór yfir Langjökul þveran 1899. En Howell drukkn­aði í Héraðsvötnum sumarið 1901 og var jarð­aður að Miklabæ.

 

Lemúrinn mælir með bók­inni Ísland Howells — Howell’s Iceland (1890–1901), eftir list­sagn­fræð­ing­inn Frank Ponzi, en hún kom út árið 2004.

 

„Howell tók þessar myndir á þeim tíma sem nútíma­menn­ing var vart farin að ryðja sér til rúms á Íslandi, og því hafa þær mikið heim­ilda­gildi,“ sagði Ponzi í við­tali við Morgunblaðið árið 2004.

 

Fleiri myndir eftir Howell hér.