Íþróttafélagið Þór var stofnað í Vestmannaeyjum 9. september 1913 af þrettán stofnfélögum.

 

Árið 1945 var ákveðið að öll félög úr Vestmannaeyjum myndu keppa undir merkjum ÍBV utan héraðs. Frá og með 1996 voru félögin Þór og Týr sameinuð undir merkjum ÍBV.

 

Ljósmyndin sem við sjáum hér að ofan sýnir stolta Þórara stilla sér upp fyrir framan merki félagsins, einhvern tímann á árunum 1930-1935, eða um það leyti er Hitler var að taka við völdum í Þýskalandi sem átti eftir að brennimerkja hakakrossmerkið nasismanum. Þór breytti merkinu og á myndinni fyrir neðan sjáum við liðsmynd frá 1956 sem sýnir hið nýja merki og hakakrossinn horfinn.

 

Myndirnar eru teknar af vefnum Heimaslóð. Sú eldri er úr safni Kjartans Guðmundssonar, en sú yngri er merkt Jóhanni S. Þorsteinssyni.