Keflavík, 1804

Hér sjáum við teikningu af Keflavík árið 1804, eftir danska kortagerðarmanninn Poul de Løvenørn. Staðurinn sést hér utan af víkinni. Elstu hús Jacobæusar eru lengst til hægri, en myndin er frekar ónákvæm þar sem víkin er miklu breiðari en Vatnsnesið til vinstri gefur til kynna.

 

Heimild: … [Lesa meira]

Nasista-swinghljómsveitin Charlie and his Orchestra

Í Þýskalandi nasismans var hin nýja swing- og djasstónlist litin hornauga af ráðamönnum og talin sérlega úrkynjuð þar sem hún átti upptök sín í menningu blökkufólks í Bandaríkjunum. Slík tónlist var kölluð Negermusik. Hún þótti alls ekki við hæfi „arískra“ Þjóðverja, og fékk litla spilun þar í landi eftir að nasistar komust til… [Lesa meira]

Rækjukaupmaður byggði eftirlíkingu af Höfða í Japan

Ísland var nafli alheimsins í nokkra daga þegar leiðtogafundurinn fór fram í Reykjavík í október 1986. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov, aðalritari Sovétríkjanna, funduðu í Höfða við Borgartún.

 

Japanska rækjukaupmanninum og Íslandsvininum Sakuhana fannst viðburðurinn svo merkilegur að hann hann reisti nákvæma eftirlíkingu af Höfða á heimaslóðum sínum í Hyogo í Japan.

 

Morgunblaðið birti myndina sem við sjáum hér að ofan í september 1990… [Lesa meira]

„Stórhættulegt að kyssa í loðkápu aðra mínútuna og léttklæddur þá næstu“

Þessi grein birtist í Heimilisritinu árið 1957:

 

„Reglur um kossa Þessar reglur um kossa birtust nýlega í enskri bók:

 

1. Í samkvæmi, þar sem kossaleikir eru tíðkaðir, ber að gæta þess að skola munninn oft og vel. 2. Gætið þess að verða ekki fyrir snöggum hitabreytingum, er þið kyssið. 3. Kyssið ekki á fjölförnum stöðum. 4. Það er stórhættulegt að kyssa í loðkápu aðra mínútuna… [Lesa meira]

Fyrsta Tarzan-öskur kvikmyndasögunnar var aumt

Vídjó

Þöglumyndaleikarinn Elmo Lincoln fór með titilhlutverkið í fyrstu kvikmyndinni um Tarzan sem gerð var árið 1918. Nokkrum áratugum síðar kom hann fram í sjónvarpsþætti og lék öskrið úr myndinni eftir. En nú var hljóðið komið til sögunnar og öskrið reyndist afar veikt.

 

Lincoln var einn þeirra leikara sem misstu fótanna eftir að hljóðið kom til… [Lesa meira]

Atvinnuleit um 1930

Kreppan mikla hófst með algeru verð­hruni í kaup­höll­inni í New York í lok októ­ber árið 1929 og fór svo eins og felli­bylur um landið og svo um allan heim.

 

Í Bandaríkjunum lam­að­ist iðn­að­ar­starf­semi. Milljónir manna misstu vinn­una og höfðu lítið sem ekk­ert á milli handanna.

 

Kreppan hafði áhrif langt fram á fjórða ára­tug­inn. Á meðan jafn­vægi fór að kom­ast á í borgum var enn mikil fátækt í innsveitum og… [Lesa meira]