Kafbátahernaður í fyrri heimsstyrjöldinni: Ótrúleg mannbjörg

Jackie Fisher, yfirmaður breska sjóhersins 1904-1910 og svo 1914-15, sagði eitt sinn að mikilvægustu lyklar að breska heimsveldinu, og efnahag gjörvalls heimsins í raun, væru siglingaleiðirnar fimm um Gíbraltar, Alexandríu og Súez-skurðinn, Singapúr, Góðrarvonarhöfða, og Doversund (þar sem styst er á milli Englands og Frakklands). Fisher hafði rétt fyrir sér. Allt frá lokum 19. aldarinnar hafði Bretland verið öflugasta herveldi… [Lesa meira]

Lemúrinn hjá Kjarnanum, 6. þáttur: Dultittlingur, syndsamlegasta máltíð heims

Lemúrinn fjallar um matháka sem fela sig undir munnþurrku til að forðast fordæmingu guðs. Ortolan eða dultittlingur er gjarnan talin syndsamlegasta máltíð heims en veiðar á þessum smáfugli hafa verið bannaðar víðast hvar.

 

Frakkar voru löngum stórtækir í áti á dultittlingum en eldun á honum er sérlega grimmileg. Fyrst þarf að handsama fuglinn lifandi. Eftir það er hann geymdur í myrku búri… [Lesa meira]

106 ára kona ver heimilið með AK-47

106 ára gömul kona ver heimili sitt með AK-47 hríðskotariffli í þorpinu Degh, í grennd við borgina Goris í suðurhluta Armeníu, árið 1990. Eftir hrun Sovétríkjanna brutust út hörð átök milli Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno-Karabakh. Það lá innan landamæra Aserbaídsjan en var heimahérað margra… [Lesa meira]

Lemúrinn hjá Kjarnanum, 5. þáttur: Hefðarmaður í blakkáti á Íslandi hélt að lundi væri kanína

Reykjavík er í dag þekktur áfangastaður veisluglaðra ferðamanna. Erfitt er að meta hvenær höfuðborgin varð fræg djammborg. Það var þó löngu eftir þá daga þegar breskir hefðarmenn sigldu til Íslands á miðri nítjándu öld til að kynna sér náttúru landsins og þjóðmenningu.

 

Lemúrinn segir söguna af Dufferin lávarði sem lenti á blindafylleríi með æðsta leiðtoga Íslands og fór svo á flakk… [Lesa meira]

Lemúrinn hjá Kjarnanum, 4. þáttur: Klæðskipti, konur í buxum og reykvískir sebrahestar

Í þetta sinn skoðar Lemúrinn ólíkar birtingarmyndir kynjanna. Við ferðumst með útlenskum ungum konum sem bjuggu í Reykjavík fyrir hundrað árum og klæddust buxum, sem í þá daga þótti hneykslunarvert.

 

Lemúrinn skoðar líka klæðskipti á öldum áður, en transvestismi á sér mun lengri sögu en flestir halda.

 

Umsjónarmenn þáttarins eru Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Þorsteinn… [Lesa meira]

Lemúrinn hjá Kjarnanum, 3. þáttur: „Svínastían“ og maðurinn sem seldi lík sitt

Lemúrinn heimsækir Svínastíuna, helstu krá Reykjavíkur í lok nítjándu aldar, sem var ekki mjög geðslegur staður.

 

Einn fastagesta þar seldi læknanemum líkið af sér. Hann fékk borgað fyrirfram og drakk fyrir andvirði skrokksins á sér á Svínastíunni.

 

Læknanemar þurftu nauðsynlega á líkum að halda fyrir krufningar, því erfitt var að þekkja líkamann nema með því að skera hann í sundur og skoða… [Lesa meira]