Franska læðan Félicette, fyrsti og eini kötturinn í geimnum

Allir þekkja sovésku tíkina Laiku sem fór á sporbraut um Jörðu fyrst Jarðarbúa og sömuleiðis höfum við flest heyrt sögur af geimferðum fleiri kvikinda, frá ávaxtaflugum til simpansa. En hvað með ketti — hafa þeir ekkert látið til sín taka á þessum vettvangi?

 

Jú, að sjálfsögðu. Reyndar hefur aðeins einn köttur gerst svo frægur að fara út í geim, og sá… [Lesa meira]

Hríðskotabyssu-beikon í boði forsetaframbjóðandans Ted Cruz

Vídjó

Ted Cruz, öldungardeildarþingmaður frá Texas, keppir við Donald Trump, Jeb Bush og fleiri repúblíkana um að verða forsetaefni flokksins í kosningunum 2016. Hér framreiðir hann beikon með Texas-aðferð. Hann steikir það á brennandi heitu skafti… [Lesa meira]

Tolstoj hjólaði allan daginn og var sama hvað öllum fannst

Mikið hjólreiðaæði reið yfir heimsbyggðina um og upp úr 1890 þegar reiðhjól með keðjudrifi komu fyrst fram. Rússland var ekki undanskilið þessum tíðaranda og margir Rússar eignuðust sín fyrstu reiðhjól um þetta leyti. Meðal þeirra var rithöfundurinn mikli Lev Tolstoj sem fékk reiðhjól að gjöf frá nýstofnuðum samtökum reiðhjólaunnenda í Moskvu.

 

Tolstoj hafði þá nýlega misst yngsta son sinn sem var bara sjö… [Lesa meira]

Kettir eru kolómögulegir njósnarar — jafnvel hjá CIA

Á miðjum sjöunda áratugnum hafði bandaríska leyniþjónustan CIA mikinn áhuga á einkafundum þjóðhöfðingja nokkurs í Asíu. Leyniþjónustumönnum á svæðinu gafst ekki tækifæri til að koma fyrir hlerunarbúnaði á skrifstofu hans en í skýrslu eins þeirra kom fram að þeir einu sem gátu farið frjálsir ferða sinna um skristofukynni þjóðhöfðingjans voru flækingskettir sem hann hafði mikið dálæti á.

 

Einhver snillingurinn heima í höfuðstöðvunum… [Lesa meira]

„Viðbjóðslegt að ropa“ og „hræðilegt að stanga úr tönnum sér“: Íslensk mannasiðabók frá 1920

Árið 1920 kom út bókin Mannasiðir eftir Jón Jacobson landsbókavörð. Í henni eru útlistaðar fjölmargar reglur sem höfundur taldi nauðsynlegar fyrir allt siðað fólk. Sumt í þessari bók er ansi skemmtilegt (og gagnlegt!) og annað hlægilegt.

 

Að lita hár sitt er blátt áfram viðbjóðslegt. Grá hár sóma sér jafnvel sem hver annar litur og silfurhærur meira að… [Lesa meira]

Hvítabirnir sem eru ekki hvítabirnir

Hvítabirnir eru ekki einu birnirnir í dýraríkinu sem hafa hvítan feld. Ættingjar þeirra sem halda til í norðvesturhluta Kanada gera það einnig, undirtegund ameríska svartabjörnsins sem gengur undir nafninu Kermode-björn (Ursus americanus kermodei).

 

kermode

 

Kermode-birnir eru taldir til helgustu dýra meðal innfæddra… [Lesa meira]