Lemúrinn hjá Kjarnanum, 2. þáttur: Kólumbíska morðkærastan og svikulasti biskup Íslands

Lemúrinn veltir fyrir sér ævintýrum. Það er dáldið skrýtið orð, ævintýri. Í íslenskri orðabók er orðið útskýrt sem óvæntur, æsandi (og stundum hættulegur) atburður.

 

Lemúrinn segir sögu af breska ljósmyndaranum og ævintýramanninum Jason Howe sem starfaði í Kólumbíu fyrir um áratug. Hann kynntist stelpu þar en síðar kom í ljós að þessi kærasta hans var fjöldamorðingi.

 

Og um stórfurðuleg og kostuleg ævintýri Marcellusar,… [Lesa meira]

Nýjasta Instagram-stjarnan: Silvio Berlusconi knúsar hvolp

Hinn ástsæli ítalski stjórnmála- og kaupsýslumaður, Silvio Berlusconi, notar ljósmyndaforritið Instagram grimmt. Hér má sjá þennan fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu athafna sig við ýmislegt, knúsa hunda og horfa á hluti.

 

Berlusconi reynir nú að endurreisa Forza Italia, stjórnmálaflokk sinn.

  Silvio og hundur:

Roma palazzo… [Lesa meira]

Lemúrinn hjá Kjarnanum, 1. þáttur: Ferðalag til Umskurðarhöfða

Lemúrinn er fastur á kaldri eyðieyju í Suður-Atlantshafi. Hann hefur ekkert fyrir stafni nema að glugga í skrýtnar sögur um furðulegar smáeyjar.

 

Hann kynnir sér ráðgátu um yfirgefinn árabát sem fannst á Bouvet-eyju, norskri nýlendu í Suður-Atlantshafi, afskekktustu eyju heims. Hún bar eitt sinn hið fremur ógeðfellda nafn Umskurðarhöfði.

 

Lemúrinn kynnir sér líka stórfurðulegt landnám á eyjunni Tristan da Cunha, sem er… [Lesa meira]

Umdeildir músaveiðarar ríkisins: Kettirnir í Downing-stræti

Um þessar mundir berast fregnir frá Bretlandi þar sem menn hafa vikum saman keppst um að fá að búa og starfa við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Allt það karp er þó nokkuð ómerkilegt — þar sem eins og allir vita eru það kettir sem sinna mikilvægustu störfunum í Downing-stræti.

 

Nokkuð er nefnilega um músagang í Downing-stræti — þar er í raun mjög… [Lesa meira]

Kakóbóndi á Fílabeinsströndinni bragðar súkkulaði í fyrsta sinn

Vídjó[Lesa meira]

Berlín í júlí 1945 í lit

Sólin skín, enda er hásumar og margir Berlínarbúar njóta veðursins, fækka kannski fötum og horfa til himins. En borgin sjálf eru rústir einar því þetta er í júlí 1945 þegar örfáar vikur eru frá ósigri Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Berlín var sprengd í tætlur af flugvélum bandamanna og stórskotaliði Sovétmanna.

 

Það er stórmerkilegt að bera myndbandið, sem við sjáum hér fyrir… [Lesa meira]