Áhugamenn um skoska boltann ráku eflaust upp stór augu árið 1998 þegar ný útgáfa af hinum geysivinsælum fótboltamyndum frá ítalska fyrirtækinu Panini kom út. Því einhver ruglingur varð hjá liði Hibernian og íslenski markvörðurinn Ólafur Gottskálksson hafði breyst í knattspyrnumann frá ríkinu Benín í Afríku. Og hinn benínski Jean-Marc (Jimmy) Adjovi-Bocco hafði breyst í Oli Gottskálksson.

 

Myndirnar birtust á hinu stórgóða franska bloggi Old School Panini en Lemúrinn hefur áður sótt í kistur þess. „Var einhver drukkinn í vinnunni þegar þessi mistök urðu?“ spyrja Frakkarnir. „Þetta skiptir reyndar engu máli. Þessir tveir skoruðu alveg jafn mörg mörk fyrir Hibernian, það er að segja ekkert.“

 

Oli  GOTTSKALKSSON Panini HIBERNIANS 1998