William H. Macy, mesti lúser kvikmyndasögunnar

Vídjó

Í þessu skemmtilega myndbandi sjáum við stórleikarann William H. Macy, sem leikið hefur í mörgum frábærum kvikmyndum, niðurlægðan á ótal vegu í 27 ólíkum myndum. Macy fer oftast með hlutverk lúsera og aumingja. Fáir leikarar hafa verið niðurlægðir oftar.

 

Klippurnar eru úr eftirtöldum kvikmyndum:

 

The Last Dragon (1985) Homicide (1991) Being Human (1994) Oleanna (1994) Roommates (1995) Mr. Holland’s Opus (1995) Fargo… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Írsk karlmennska að veði

Írsk kona með riffil í hönd bendir í áttina að Belgíu í logum og spyr karlmann „Ætlar þú að fara, eða mun ég neyðast til þess?“ Áróðursmynd þessi birtist á opinberum stöðum í Írlandi skömmu eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út haustið 1914. Höfundur er ókunnur.

 

Írland allt heyrði á þessum tíma undir Stóra-Bretland. Rúmlega tvö hundruð þúsund Írar, bæði mótmælendur og kaþólskir, hlýddu kalli breska ríkisins og skráðu sig… [Lesa meira]

Barnsfæðing árið 1490

Í skjalasöfnum leynast margir stórkostlegir hlutir. Fyrir ekki svo mörgum árum fannst skjal á Spáni sem er einstakt á heimsvísu. Það lýsir barnsfæðingu hefðarkonu árið 1490. Þetta er heimild sem veitir innsýn í ótal hliðar daglegs lífs á miðöldum, sem alla jafna eru okkur glataðar. En umfram allt þá slær hún mann út af laginu, allt við heimildina er stórfurðulegt… [Lesa meira]

„Ýkt stuð“: Fórst þú á Rage Against the Machine í Kaplakrika?

„Við útgöngudyrnar stóðu nokkrir foreldrar að sækja börn sín og margir ansi þungbrýndir, enda komu flestir skjögrandi og ringlaðir út, en hjá velflestum var það bara af gleðivímu og allir úrvinda eftir magnaða tónleika, eða eins og ung stúlka sagði dösuð við vinkonu sína í tröppunum á leið út: „Ýkt stuð“.“

 

Svona lýsti Árni Matthíasson, rokkblaðamaður á Morgunblaðinu, því þegar… [Lesa meira]

Lúinn lemúr

Frétt í 24 stundum þann 23. febrúar 2008:

 

Lúinn lemúr Á aðfangadag síðastliðinn fæddist þessi lemúrungi í Vincennes-dýragarðinum í París. Hann er einn 20 einstaklinga sinnar tegundar sem lifa í evrópskum dýragörðum, en úti í náttúrunni er þá aðeins að finna í norðvesturhluta… [Lesa meira]

Makaskipti og ólifnaður í Mánudagsblaðinu

Það er viðeigandi á þessum ágæta miðvikudegi í aðdraganda heilagra páska að rifja upp Mánudagsblaðið, sem hlýtur að vera með athyglisverðari fyrirbærum íslenskrar fjölmiðlasögu en heyrist ekki oft getið í dag. Mánudagsblaðið var vikurit sem kom út í Reykjavík í frá 1948 til 1982, fyrst á mánudögum en síðar á… [Lesa meira]