Mt. Rushmore og hin ókláraða Crazy Horse-stytta sem reist var því til höfuðs

Rushmore-fjall í Suður-Dakóta fylki í Bandaríkjunum þekkja sennilega flestir í sjón. Enda er ein af þekktari höggmyndum veraldar höggvin í graníthlíðar fjallsins. 18 metra há andlit fyrrum forseta Bandaríkjanna, þeirra George Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln, hafa löngum verið áberandi í kvikmyndum og margskonar afþreyingu og koma því flestum kunnuglega fyrir sjónir þó svo að viðkomandi hafi… [Lesa meira]

Bókin sem tekur 230 ár að skrifa (ef áætlanir standast)

Í Svíþjóð er verið að skrifa bók. Bókin er frekar löng, nú þegar orðin margir hillumetrar og enn bætist við eftir því sem meira kemur úr prentun.

 

Þetta er orðabók Sænsku akademíunnar. Hún er að líkindum það bókmenntaverk sem hvað lengst hefur verið í vinnslu. Vinnan hófst árið 1786 að beiðni konungs og fyrsta bindið kom út rúmri öld seinna, eða… [Lesa meira]

Enginn læknir fer í ferðalag án þess að hafa með cigarettur

Þessi auglýsing birtist á kápu Læknablaðsins í maí 1915 og prýddi hana til 1918. Heimild: … [Lesa meira]

Lemúrinn fjögurra ára!

Lemúrinn var stofnaður í október 2011 og varð því fjögurra ára um daginn. Ritstjórn þakkar frábærar viðtökur síðastliðin ár.

 

Lesendahópurinn heldur áfram að vaxa. Við minnum ykkur á að fylgjast með Lemúrnum á Facebook, en hópurinn þar telur nú hátt í sjö þúsunds manns. Við erum einnig á Twitter og með RSS veitu. Lesendur eru auðvitað hvattir til… [Lesa meira]

Djammviskubit um aldamótin 1900

Sumir þekkja þessa tilfinningu: Að dröslast skömmustulegur á fætur eftir óhóflega neyslu áfengra drykkja. Timburmenn hefja störf og með þeim hellist yfir kvíði og eftirsjá. Og samviskubit. Hvað gerði ég af mér? Hvað var ég að röfla aftur? Og við hvern?

 

Djammviskubit er skemmtilegt nýyrði sem margir eru farnir að nota um akkúrat þetta. Þessi tilfinning er líklega mjög algeng á Íslandi miðað… [Lesa meira]

„Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti“: Ljóð eftir 16 ára gamlan Stalín

Stalín var fæddur árið 1878 í Georgíu. Þegar hann var 16 ára prestaskólanemi orti hann eftirfarandi ljóð. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi:

 

Frá Georgíu

 

Rósahnappurinn er að ljúkast upp og bláklukkurnar líka allt umhverfis hann. Hið fölva írisblóm er einnig vaknað – og öll kinka þau kolli í andvaranum.

 

Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti – kvakar hann og syngur. Næturgalinn kveður kyrrum rómi – syngur heitu hjarta:

 

„Megir þú blómgast,… [Lesa meira]