Kúbverski byltingarleiðtoginn Fídel Kastró sést hér ásamt hópi af börnum í Kastró-gervi. Myndin var tekin í New York þann 24. apríl 1959. Sonur Kastrós gekk þá í barnaskóla í Queens og ungmennin eru vinir hans úr… [Lesa meira]
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.
Brúðkaup hjá Ku Klux Klan
Meðlimir Ku Klux Klan sitja fyrir í brúðkaupsveislu þann 16. júní 1926 í bænum Sedro Woolley í Washington-fylki í… [Lesa meira]
Kaffiverslun, Laugavegi, 1920
Laugavegur 10 árið 1920 þegar þar var rekin þessi myndarlega… [Lesa meira]
Borgarstjóri stjórnar umferð í Austurstræti sumarið 1925
„Skemmtiferðaskip komu sem oftar til Reykjavíkur sumarið 1925. Umferð stórjókst svo að til vandræða horfði. Þá var Knud Zimsen borgarstjóri og sá að við svo búið mátti ekki standa.“ Úr bókinni Reykjavík, sögustaður við sund eftir Pál Líndal. Ljósmyndir eftir Loft Guðmundsson. Borgarstjórar nútímans mættu leika þetta eftir.
Hér sést Oddur sterki af Skaganum, „alkunnur persónuleiki“ í Reykjavík, ræða við borgarstjóra um umferðarreglurnar.… [Lesa meira]
Skólapiltar í Austurstræti árið 1886
Skólapiltar í Austurstræti árið 1886. „Skólapiltar settu svip á bæjarlífið og héldu mjög hópinn.“ Úr bókinni Reykjavík, sögustaður við sund eftir Pál Líndal. Ljósmynd eftir Sigfús… [Lesa meira]
Hvíta húsið gert upp í stjórnartíð Truman forseta, 1950
Í tíð Harry Truman Bandaríkjaforseta var Hvíta húsið gjörsamlega tekið í gegn, gamla húsið bókstaflega holað út að innan og endurbyggt, eins og sést á þessari ljósmynd frá 1950.
Bygging Hvíta hússins hófst árið 1792 og lauk um 1800, í tíð John Adams. Í 1812-stríðinu svokallaða milli Bretlands og Bandaríkjanna brenndi breski herinn húsið, en það var snarlega endurbyggt og hefur… [Lesa meira]
Höfnin í Reykjavík sumarið 1930
Sumarið 1930, séð yfir miðbæ Reykjavíkur og hluta hafnarinnar frá Arnarhóli. Myndina tók Magnús Ólafsson. Fleiri ljósmyndir eftir hann frá þessum tíma… [Lesa meira]
Einstein í bongóblíðu, taka tvö
Albert Einstein tók sér stundum frí frá rannsóknum sínum á alheiminum og lét sólargeislana skína á sig. Kannski var það einmitt þá sem hann náði að átta sig á gangi himintunglanna. Lemúrinn hefur áður birt mynd af honum í… [Lesa meira]
Nonni í Japan
Rithöfundurinn Nonni (Jón Sveinsson) umkringdur skólastelpum í Japan. Árið 1936 hélt Nonni í heimsreisu og dvaldi meðal annars í Japan í eitt og hálft ár. Mynd: Nonnahús ([Lesa meira]
Eisenhower og Bjarni Benediktsson, 1951
Dwight D. Eisenhower hershöfðingi, yfirmaður Evrópustjórnar Norður-Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Ísland stuttlega árið 1951. Hér sést hann á flugvellinum í Reykjavík 25. janúar ásamt Bjarna Benediktssyni, þáverandi utanríkisráðherra.
Eisenhower varð síðar forseti Bandaríkjanna og kom í annað sinn til landsins árið 1955. Það var fyrsta skiptið sem Bandaríkjaforseti heimsótti Ísland í embætti.
Heimild: Borgarskjalasafn… [Lesa meira]
Hiroshima station
Lesandi Lemúrsins er staddur í Japan og sendir þessa mynd: „Þegar stigið er út úr lestinni blasir allt við eins og í öllum öðrum japönskum stórborgum á því herrans ári 2013; glæsileg verslunarhús í neonbaði, flissandi skólastúlkur í pilsum og hnésokkum, brosandi leigubílstjórar með hvíta hanska, kaupsýslumaður með hjólatösku segir félaga sínum brandara sem báðir hlæja að, drepur í sígarettu… [Lesa meira]
Litla-Ítalía í New York, um 1900
Hér sjáum við litaða ljósmynd af Mulberry-stræti í ítalska hverfinu í New York. Myndin er tekin um… [Lesa meira]