Á þriðja áratug tuttugustu aldar var mikill húsnæðisskortur í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. Meðal þeirra örþrifaráða sem yfirvöld gripu til þess að útvega borgarbúum heimili var að byggja ‘neyðarhúsnæði‘ í leikfimisölum um borgina. Þetta litla hverfi reis í leikfimisal á lögreglustöðinni í Stokkhólmi.… [Lesa meira]
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.
Samakona á Ellis Island, um 1906
Konan á þessari mynd er Sami frá Finnlandi. Á fyrstu árum tuttugustu aldar, líklega um 1906-1914, flutti hún til Bandaríkjanna. Myndin var tekin á Ellis Island, eyjunni við New York-borg þar sem tekið var á móti nýjum innflytjendum. (New York Public… [Lesa meira]
Miskunnarsami stormsveitarmaðurinn
Hér sjáum við þýskan SS-herliða gefa deyjandi sovéskum hermanni vatn. Árið er 1943 og orrustan við Kursk stendur hvað hæst, en það voru stærstu átök skriðdrekasveita í mannkynssögunni. Í bakgrunni sjáum við brennandi sovéskan T-34 skriðdreka.
Myndin var tekin af SS-ljósmyndaranum Max Büschel, væntanlega í… [Lesa meira]
Lenín og kisi, 1920
Vladimir Lenín, æðsti leiðtogi Sovétríkjanna, og köttur, árið 1920. Er þetta sami köttur og við sáum… [Lesa meira]
Tjörnin, 1910
Magnús Ólafsson tók þessa mynd af börnum á ísilagðri Tjörninni í Reykjavík á árunum 1910-1915. (Ljósmyndasafn… [Lesa meira]
Nixon og Kastró, 1959
Kúbverski byltingarleiðtoginn Fídel Kastró tekur í höndina á Richard Nixon, varaforseta Bandaríkjanna, árið 1959, fjórum mánuðum eftir valdaskiptin á Kúbu.
Kastró heimsótti Bandaríkin í apríl 1959 í boði Samtaka bandarískra dagablaðaritstjóra (enska: American Society of Newspaper Editors). Eisenhower forseti neitaði hins vegar að hitta hann, og fór í staðinn á golfvöllinn. Richard Nixon varaforseti var sendur í hans stað til þess að ræða… [Lesa meira]
George Orwell í Búrma
Hér sést mynd af rithöfundinum og blaðamanninum George Orwell (f. Eric Arthur Blair). Orwell starfaði fyrir breska heimsveldið í Búrma (í dag Mýanmar) á árunum 1922 til 1927, frá 19 til 24 ára aldurs. Mynd þessi er úr vegabréfi hans frá þeim árum.
Lemúrinn mælir eindregið með fyrstu skáldsögu Orwells, Burmese Days (ísl. Búrmadagar) frá árinu 1934, en hún sækir efni sitt í… [Lesa meira]
Skólavörðuholt um 1910
Magnús Ólafsson ljósmyndari tók þessa mynd af Skólavörðunni á Skólavörðuholti einhvern tímann á árunum 1910-1920. (Ljósmyndasafn… [Lesa meira]
Ágætur dagur í Lundúnum, 1896
„Fine day in London“, ljósmynd frá 1896 eftir belgíska ljósmyndarann Hector Colard… [Lesa meira]
Málfræðingurinn Knorozov
Þetta er ekki illmenni úr James Bond-mynd, heldur sovéski málfræðingurinn Júrí Knorozov. Hann var sérfræðingur í tungumáli Majanna í Mið-Ameríku og átti stóran þátt í að ráða hið forna leturkerfi… [Lesa meira]