Mættu nakin(n) í Austurver og fáðu ókeypis GSM-síma!

Óvenjuleg auglýsingabrella skók þjóðina í lok nóvember árið 1995. Þar sem nú eru liðin um 18 ár frá þessum merka atburði í Íslandssögunni rifjar Lemúrinn hann upp. Jú, rétt. Þetta var að sjálfsögðu þegar GSM-verslunin Anton Skúlason í Austurveri bauð almenningi ókeypis GSM-síma gegn því að mæta nakinn í verslunarmiðstöðina.

 

GSM-símar þóttu mikil munaðarvara þegar þeir litu fyrst dagsins ljós… [Lesa meira]

Ný tegund af einvígi — í loftbelgjum!

Grein þessi birtist í breska dagblaðinu Northampton Mercury þann 23. júlí 1808 og greinir frá vægast sagt sérkennilegu einvígi í París það árið.

 

Íslensk þýðing:

 

Afar nýstárlegt einvígi átti sér stað í París fyrir skömmu. Herra Granpree og herra Le Pique höfðu deilt um fröken Tirevit, víðkunna óperudansmey, en hún var ástkona hins fyrrnefnda og var að halda við þann síðarnefnda.… [Lesa meira]

Æsileg frásögn: Köttur banar rottuslöngu (Morgunblaðið árið 1914)

Þessi æsilega frásögn birtist í Morgunblaðinu í febrúar 1914:

 

Atburður sá, er nú skal greindur gerðist í Brasilíu fyrir mörgum árum. Þýzkur blaðamaður skrifar blaði sínu um atvik þetta, og er frásögn hans á þessa leið:

 

„Eg hafði oft heyrt, að til væru kettir, er væru svo áræðnir og fimir að þeir réðust að slöngum og bönuðu þeim, án þess að verða… [Lesa meira]

„Ungir kjósendur! Kynnið ykkur stefnuskrá þjóðernissinna áður en þið gangið að kjörborðinu.“

Þjóðernissinninn í Vestmannaeyjum, 7. júní 1934. Tvö tölublöð komu út það árið undir ritstjórn Helga S. Jónssonar, og hömpuðu frambjóðanda Flokks þjóðernissinna, Óskari Halldórssyni. Árið áður hafði nasistaflokkur Adolfs Hitler komist til valda í Þýskalandi.

 

Lemúrinn kann ekki deili á þessum mönnum, Helga og Óskari, en ef til vill geta lesendur úr Eyjum frætt okkur nánar um… [Lesa meira]

Farþegaflug til Ráðstjórnarríkjanna: „Fáein sæti laus!!“

Auglýsing þessi birtist í Þjóðviljanum 1. maí,… [Lesa meira]

Pennavinur blakkmetal-morðingja á Íslandi: „Hann skipar mér að gera Ísland heiðið á ný“

Lemúrinn rifjaði upp söguna af Varg Vikernes í norsku blakkmetalsveitinni Mayhem. En hann myrti Øystein Aarseth, félaga sinn úr hljómsveitinni í ágúst 1993. Stakk hann 23 sinnum. Nú hefur bassa­leik­ar­inn, „Grishnackh greifi“, öðru nafni Varg Vikernes, kom­ist aftur í fréttir en hann hefur verið hand­tek­inn í Frakklandi grun­aður um að skipu­leggja hryðjuverk. Árið 1994 birtist í Pressunni umfjöllun Dr. Gunna… [Lesa meira]

Einn versti dagur Reykjavíkur: Bruninn mikli árið 1915

Húsin sem við sjáum til vinstri á samsettri mynd af Austurvelli eru ekki lengur til. Því þau brunnu til kaldra kola í hræðilegum eldsvoða í Reykjavík árið 1915 þegar heil 12 hús brunnu í miðbænum. Var eldurinn svo mikill að til hans sást alla leið til Keflavíkur. Tveir létust í brunanum.

 

Þetta var aðfaranótt 25. apríl 1915. Það var vor  í… [Lesa meira]

„Sumir fúlir, aðrir glaðir“: Bob Dylan í Laugardalshöll árið 1990

Í júní árið 1990 hjólaði mjósleginn og rytjulegur maður eftir Suðurlandsbraut og beygði niður að Laugardalshöll. Við fyrstu sýn leit hann líklega út eins og róni sem flækist stefnulaust um á fararskjótanum, eins og loftsteinn sem skýst um himingeimana án áfangastaðar. En þessi steinn sem valt niður brekkuna í átt að Höllinni var enginn annar en Bob Dylan, sem kom… [Lesa meira]

Kort af Reykjavík og nágrenni um 1909

Reykjavík var ekki stór um 1909 þegar þetta kort birtist í þýskri ferðabók um Norðurlöndin. Þetta eru örfáar götur. Smellið á kortið til að sjá stærri… [Lesa meira]

Hræðilegt veður í lok apríl

Veðrið í lok apríl 1977. Rafmagnsleysi, símaleysi, snjóflóðahætta, hvassviðri, slydduél. (Lesendabréf í Tímanum,… [Lesa meira]

Dwight Eisenhower fyrstur Bandaríkjaforseta til þess að heimsækja Ísland

Dwight Eisenhower var fyrstur sitjandi Bandaríkjaforseta til þess að heimsækja Ísland. Þann 16. júli árið 1955 stoppaði hann stutt í Keflavík á leið sinni til Genfar. Á móti honum tóku Ásgeir Ásgeirsson forseti, Ólafur Thors forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra.  Samkvæmt Morgunblaðinu lét Eisenhower eftirfarandi orð falla:

 

Ég tel mig hafa verið mjög heppinn að för… [Lesa meira]

Mig langar: Vasaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson

MIG LANGAR. Vasaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson. Birtist í Eintaki í desember 1993. (Smellið á úrklippuna til að sjá hana í stærri… [Lesa meira]