Górillan og kattareigandinn Kókó syrgir vin sinn Robin Williams

Ein þekktasta vinkona Robin Williams, leikarans frábæra sem nú er fallinn frá, syrgir vin sinn. 

 

Kókó er rúmlega fertug gömul górilla sem býr á rannsóknarstöð í Woodside í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún hefur birst á forsíðum New York Times og fleiri stórblaða, um hana hafa verið gerðar tvær heimildarkvikmyndir og skrifaðar margar bækur.

 

Hún hefur öðlast mikla frægð vegna þess að hún… [Lesa meira]

Svínið Kama sörfar á Hawaii

Vídjó

Svínið Kama, búsett á Hawaii, elskar að fara á brimbretti. Kíkið hér á myndir af þessu góða… [Lesa meira]

Hið fallega og þunglamalega Gila-skrímsli

Gila-skrímslið er eitruð eðlutegund sem býr í Bandaríkjunum og Mexíkó. Eðlan er stór og þunglamaleg, og getur orðið allt að 60 cm löng og vegið 2-3 kíló. Gila-skrímslið býr í eyðimörkinni og þekkist á svörtum kroppnum sem er alsett bleikum, gulum og appelsínugulum dílum.

 

Bit dýrsins er sagt sérstaklega sársaukafullt en það er hins vegar mjög sjaldgæft að menn verði fyrir… [Lesa meira]

Tólf vikna og tólf milljón ára gamlir kettlingar bregða á leik

Vídjó

Hvaða skrítnu skepnur eru þetta? Þessir æstu hnoðrar eru tólf vikna gamlir kettlingar af tegund pallasarkatta eða manul (Otocolobus manul).

 

Pallasarkötturinn er elsta kattartegund heims, þessar kisur hafa ráfað um gresjur Miðasíu í tólf milljón ár. Nánar má lesa um þá hér.

 

Hér má sjá sömu kettlinga aðeins fimm vikna gamla, þó eru þeir strax farnir að… [Lesa meira]

Fiskar tóku yfir verslunarmiðstöð

Ein frægasta verslunarmiðstöð Bangkok heitir Nýjaheimskringlan, eða New World Mall. Árið 1997 þurfti hún að skipta um húsnæði þar sem alvarlegir gallar voru á upprunalegri byggingu. Ekki bætti úr skák að eldur kviknaði í gömlu byggingunni sem brenndi af henni þakið í heilu lagi.

 

Gamla New World Mall-byggingin hefur því verið yfirgefin síðan 1997, eða í 17 ár. Á þessum tíma… [Lesa meira]

Ísbirnir á sundi í leit að hafís

Vídjó

Íslendingar þekkja vel dæmi um að ísbirnir ferðist langar leiðir vegna hverfandi hafíss í Norðurhöfum. Hér eru mögnuð myndskeið sem sýna ísbirni á… [Lesa meira]

Þúsund stökkvandi skötur

Á hverju ári safnast saman þúsundir arnarskatna í Kaliforníuflóa og mynda stóra torfu. Þessi torfa syndir síðan rétt undir yfirborðinu. Sköturnar stökkva upp úr sjónum með reglulegu millibili.

 

Ekki er vitað afhverju sköturnar gera þetta og vísindamenn eru ekki alveg sammála. Ein kenningin er sú að sköturnar séu að reyna að losa sig við sníkjudýr. Önnur er á þá leið að… [Lesa meira]

Nútría: Suðurameríska rottan sem flutti til Íslands

Á fjórða áratugnum var reynt að flytja nútríur, nokkuð stór suðuramerísk nagdýr, til Íslands. Tegundin, sem er náskyld bjórum, náði þó ekki fótfestu á klakanum.

 

Nútría (Myocastor coypus) er venjulega kölluð coypu á erlendum málum. Hún er upprunnin í suðurhluta Suður-Ameríku, í löndum á borð við Chile, Paragvæ og Argentínu, þar sem hún býr í sefinu við fljót og vötn og nærist á plöntum. Nútrían… [Lesa meira]

Úkraínskur ljósmyndari tekur stórkostlegar myndir af sniglum

Úkraínski ljósmyndarinn Vyacheslav Mishchenko er með vefsíðu þar sem hann birtir glæsilegar nærmyndir sínar af alls kyns smáverum. Hann er einnig virkur á Facebook og setur þar inn margar flottar ljósmyndir úr dýraríkinu. Hér sjáum við nokkrar stórkostlegar myndir Mischenkos af sniglum.

 

vyacheslavmishchenko-1-934x[Lesa meira]

Emjandi letidýrsungar

Letidýr eru suður- og miðamerísk spendýr sem lifa í frumskógum. Hér sjáum við letidýrsunga.

 

Vídjó

Via… [Lesa meira]

Heimsins elsti vambi

Hinn 27 ára gamli Patrick er heimsins elsti vambi. Þegar myndir af honum birtust á vefsíðunni Reddit í ágústmánuði síðastliðnum fóru þær um netið eins og eldur í sinu. Í kjölfarið birtist umfjöllun um Patrick gamla á vefsíðu MSN fréttastofunnar, en aðalfréttin samkvæmt henni var sú að Patrick hefur aldrei verið „kysstur“, það er hann hefur aldrei kynnst kvendýri af… [Lesa meira]

Argentavis magnificens: Stærsti fugl sögunnar var frá Argentínu

Argentavis magnificens eða hinn mikli argentínski fugl var gríðarstór fuglategund sem lifði fyrir um sex milljónum ára síðan á sléttum Argentínu og við rætur Andesfjallanna. Þetta er stærsta tegund fljúgandi fugls sem fundist hefur í heiminum.

 

Vænghaf fuglsins var um sjö metrar, hæð 170-200 cm og þyngd 70 kíló! Með öðrum orðum var argentavis ekki ósvipaður í stærð og lítil flugvél.… [Lesa meira]