Veiðiþjófurinn Steven Spielberg

Veiðiþjófurinn og illmennið Steven Spielberg fyrir framan bráð sína.

Nei, bara grín. Myndin er frá tökustað Jurassic Park, risaeðlumyndarinnar sem frumsýnd var árið 1993. Tegundin er triceratops eða ýmist horneðla eða nashyrningseðla á íslensku.

Margir féllu fyrir þessu spaugi fyrir nokkrum árum:

This guy thinks it's cool to kill defenceless animals then take a selfie. Jerk. pic.twitter.com/WbgMklrd9u

— Chris… [Lesa meira]

Jónatan, sem enn er á lífi, á mynd frá 1886

Risaskjaldbakan Jónatan, til vinstri, sést hér á ljósmynd frá 1886. Þá var hann 54 ára gamall og var tiltölulega nýfluttur til núverandi heimkynna sinna á eyjunni St. Helenu, sem er eldfjallaeyja undir breskum yfirráðum í miðju Suður-Atlantshafinu.

Jónatan er fæddur árið 1832 á Seychelles, eyjaklasa sem liggur á Indlandshafi, hinum megin við Afríku. Hann var gjöf til ríkisstjórans á St. Helenu… [Lesa meira]

Górillan Kókó leikur sér við kettlinga á 44 ára afmælisdeginum

Vídjó

Kókó er rúmlega fertug górilla sem býr á rannsóknarstöð í Woodside í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún hefur birst á forsíðum New York Times og fleiri stórblaða, um hana hafa verið gerðar tvær heimildarkvikmyndir og skrifaðar margar bækur.

 

Hin merka Kókó er í miklum metum hjá ritstjórn Lemúrsins og við höfum nokkrum sinnum fjallað um hana.

 

Í… [Lesa meira]

Hvítabirnir sem eru ekki hvítabirnir

Hvítabirnir eru ekki einu birnirnir í dýraríkinu sem hafa hvítan feld. Ættingjar þeirra sem halda til í norðvesturhluta Kanada gera það einnig, undirtegund ameríska svartabjörnsins sem gengur undir nafninu Kermode-björn (Ursus americanus kermodei).

 

kermode

 

Kermode-birnir eru taldir til helgustu dýra meðal innfæddra… [Lesa meira]

Lúinn lemúr

Frétt í 24 stundum þann 23. febrúar 2008:

 

Lúinn lemúr Á aðfangadag síðastliðinn fæddist þessi lemúrungi í Vincennes-dýragarðinum í París. Hann er einn 20 einstaklinga sinnar tegundar sem lifa í evrópskum dýragörðum, en úti í náttúrunni er þá aðeins að finna í norðvesturhluta… [Lesa meira]

Hamingjusama pokadýrið quokka elskar að vera með á selfie-myndum

Lemúrinn veit ekki til þess að skepnan quokka heiti neitt sérstakt annað á íslensku, þetta er eitt af þessum skrítnu tegundum sem bara má finna í Ástralíu, smáfrændi kengúrunnar á stærð við kött, sem býr aðallega á eyjum við vesturströnd Ástralíu.

 

Af einhverjum ástæðum virðast þessar skepnur sífellt vera með bros á vör, og hefur quokka því stundum verið kallað „hamingjusamasta dýr… [Lesa meira]

Köttur Hemingways hafði fleiri tær en venjulegir kettir

Sex tær

Sex tær

Venjulegir heimiliskettir eru með átján tær: fimm á framfótum og fjórar á afturfótum. Hins vegar eru til kettir með mun fleiri tær vegna fágætrar erfðafræðilegrar stökkbreytingar. Það eru kettir sem á erlendum málum kallast polydactyl kettir, eða margtæðir kettir. Þeir geta verið með… [Lesa meira]

Litlir hamstrar sem barþjónar

Twitter-notandinn kawanabesatou hefur vakið gríðarlega athygli fyrir að leika sér með hamstra sína og láta þá fara með hlutverk barþjóna á börum og veitingastöðum. Sviðsmyndirnar eru glæsilega gerðar. Pínulítil útgáfa af hverju smáatriði sem finna má á börum er þarna til… [Lesa meira]

Var risafuglinn Rok til í alvöru?

Í fornum sögum frá Indlandshafi segir frá risastórum fugli sem réðist á menn og gat borið skepnur á stærð við fíla og nashyrninga í klóm sínum. Þetta voru þjóðsögur af fuglinum Rok.

 

Í fimmtu sjóferð Sinbaðs sæfara, sem sagt er frá í sagnabálkinum Þúsund og einni nótt, lenti Sinbað ásamt mönnum sínum á eyðilegri strönd lítillar eyjar. Þar komu þeir auga… [Lesa meira]

Lemúr nefndur í höfuðið á John Cleese

Lemúrinn hefur áður fjallað um breska grínleikarann John Cleese og sérlegt dálæti hans á lemúrum. Cleese hefur meðal annars gert heimildarmynd um lemúra þar sem vakin er athygli á hættunni sem steðjar að þessum furðulegu frændum mannsins. Auk þess gegnir hringrófulemúr tilkomumiklu hlutverki í Fierce Creatures, kvikmynd hans frá… [Lesa meira]

Eyðimerkurregnfroskurinn

Vídjó

Eyðimerkurregnfroskurinn, Breviceps macrops, býr í þurrlendi Suðvestur-Afríku. Froskurinn er virkur á næturnar og nærist þá á bjöllum, fiðrildum og lirfum. Þegar sólin rís grefur hann sig niður í rakan sand og felur sig þar yfir daginn. Eins og sést í myndbandinu gefur hann frá sér afar sérkennileg hljóð.

 

Tegundin er talin vera í… [Lesa meira]

Vitra svínið Toby spilar á spil og les hugsanir

„TOBY — vitiborna svínið, eini fræðingur sinnar tegundar í heiminum.

 

Þetta ótrúlega dýr stafar og les, reiknar, spilar á spil, segir hvaða manni sem er hvað klukkan er upp á mínútu á þeirra eigin úri.

 

Og það sem undraverðast er, hann les hugsanir manna.“

 

Þessari auglýsingu var dreift í Lundúnum um 1817. Vitiborin eða „lærð svín“ nutu nokkurra vinsælda á fjölleikasýningum í Evrópu og Bandaríkjunum… [Lesa meira]