Heimildarmynd um sovéska tölvuleikinn Tetris

Vídjó

Tetris hefur verið sagður einn besti tölvuleikur allra tíma. Útgáfur af honum eru til fyrir nær öll stýrikerfi, leikjatölvur og snjallsíma, og flestir hafa á einhverju stigi ævinnar reynt fyrir sér í þessum merka leik. Auk þess að vera gríðarlega ávanabindandi á leikurinn sér stórmerkilega sögu.

 

[Lesa meira]

Horfinn heimur Tíbets í BBC heimildarmynd

Vídjó

Í BBC heimildarmyndinni The Lost World of Tibet (ísl. Horfinn heimur Tíbets) sjáum við eldgamlar upptökur í lit af horfnu þjóðfélagi Tíbeta á árunum 1930-1950.

 

Tíbet var innlimað í miðstýrt kommúnistaríki Maós Tse-tung upp úr 1950. Fornri siðmenningu þjóðarinnar, þar sem Dalai Lama gegndi hlutverki bæði trúar- og þjóðarleiðtoga, var gert að víkja fyrir hugmyndafræði kínverskra… [Lesa meira]

Af hverju tunglferðir NASA voru ekki settar á svið

Vídjó

Í þessu stutta, hnitmiðaða og skemmtilega myndskeiði færir kvikmyndagerðarmaðurinn SG Collins rök fyrir því að geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefði aldrei getað sett tungllendingarnar á svið. Allmargir telja að Neil Armstrong og hinir mennirnir ellefu sem NASA sendi til tunglsins á árunum 1969-1972 hafi aldrei farið til fylgihnattarins okkar heldur hafi þessar svaðilfarir verið kvikmyndaðar… [Lesa meira]

Íslensk heimildarmynd um Blur í Færeyjum og Grænlandi

Vídjó

Eins og við munum var Damon Albarn, söngvari hljómsveitarinnar Blur, tíður gestur á klakanum undir lok síðustu aldar. Árið 1997 fór sveitin í tónleikaferðalag til Íslands, Færeyja og Grænlands. Um þá svaðilför gerði Þór Freysson og fleiri Íslendingar heimildarmyndina Nyrst í norðrið. Horfið á hana hér fyrir ofan.

 

Mikið var skrifað í íslenskum blöðum um… [Lesa meira]

„Ég var kommúnisti fyrir Alríkislögregluna“

Vídjó

Kvikmyndin I Was a Communist for the FBI (ísl. Ég var kommúnisti fyrir Alríkislögregluna) frá árinu 1951 segir sögu Matthews Cvetic, sem á fimmta áratugnum gerðist meðlimur í Kommúnistaflokki Bandaríkjanna með það fyrir stafni að njósna um flokksmeðlimi fyrir bandarísku Alríkislögregluna, FBI.

 

Cvetic sagði í smáatriðum frá reynslu sinni sem njósnari og falsk-kommúnisti í röð af… [Lesa meira]

Ruglaðar senur úr kvikmyndinni Zardoz

„Árið 2293 hafa menn uppgötvað leyndardóm eilífs lífs og fáir útvaldir hafa lokað sig af í tilbúnum og tæknilegum heimi þar sem hver einstaklingur hefur sínu ákveðna hlutverki að gegna. Utan þessa tilbúna heims búa svokallaðir hrottar og þeim stjórna gereyðar. Zed er einn gereyðanna og hann kemst inn í tækniheiminn og setur þar allt á annan endann. Koma hans… [Lesa meira]

Schwarzenegger tjáir sig á þýsku

Vídjó

Arnold Schwarzenegger, kraftlyftingakappi, viðskiptafræðingur, kvikmyndastjarna og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníufylkis, er flestum kunnugur.  Eitt af helstu einkennum Schwarzenegger gegnum árin hefur verið þungi austurríski enskuhreimurinn, sem hefur haldist óbreyttur í gegnum tíðina þrátt fyrir fasta búsetu hans vestanhafs síðastliðin 36 ár.    Í viðtölunum hér að ofan fáum við að heyra hann tala móðurmál… [Lesa meira]

Villt stuð þegar Bollywood-goðsögnin Mohammed Rafi tekur lagið árið 1965

Vídjó

Mohammed Rafi (1924–1980) var einn afkasta­mesti söngv­ari Indlands á 20. öld.   Hann flutti yfir 26 þúsund lög á meira en 40 ára löngum söng­ferli sínum, og söng texta á öllum fimm tungu­málum Indlands.  Auk þess kom hann fram í yfir 70 Bollywood kvik­myndum.   Hér flytur hann lagið „Jan Pehechan-​​Ho“ í söng– og… [Lesa meira]

Mynd NATO frá 1950: Ísland stórbrotið dæmi um siðferðilegt hugrekki

Vídjó

„Eyland þetta er stórbrotið dæmi um siðferðilegt hugrekki frjálsra manna! Með staðfestu sinni og trú hafa þeir skapað auðugt og réttlátt þjóðfélag í einu harðbýlasta landi veraldar.“

 

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) varð til árið 1949 og var Ísland á meðal stofnríkja þess. Ekki löngu eftir stofnun bandalagsins voru gerðar heimildarmyndir um sérhvert aðildarríki og hér er myndin… [Lesa meira]

Tor Johnson, brautryðjandi sænsku innrásarinnar í Hollywood

Vídjó

Hvernig hljómar tungumálið svenska? Ég á ekki við sænsku, heldur blönduna af sænsku og ensku, sem stundum kallast Swenglish á ensku.

 

Einu sinni fyrir langa löngu, og löngu á undan Stellan Skarsgård, Noomi Rapace og Alexander Skarsgård starfaði sænskur leikari í Hollywood sem hét því fagra nafni Tor Johnson. Hann talaði Swenglish og keppti… [Lesa meira]

Meistarastykki Eisensteins: Beitiskipið Pótemkín

Beitiskipið Pótemkín er ein frægasta kvikmynd sögunnar. Hún var gerð í hinum nýstofnuðu Sovétríkjum árið 1925. Leikstjóri var Sergei Eisenstein.

 

Beitiskipið Pótemkín er áróðursmynd og fjallar um sannsögulega atburði sem urðu byltingarárið 1905 um borð í beitiskipi rússneska flotans. Dátar voru ósáttir við yfirboðara sína á skipinu og gerðu uppreisn gegn þeim.

 

… [Lesa meira]

Íslenski jökullinn sem eyddi Bandaríkjunum

Eyjarskeggjar eins og Íslendingar eru með innbyggt kerfi í líkamanum sem lætur þá sperra eyrun í hvert skipti sem nafn litla landsins þeirra ber á góma í veröldinni. Kerfið fór í gang hjá mér fyrir skemmstu þegar ég sat fyrir framan sjónvarpið mitt og flakkaði á milli stöðva á kaplinum.

Ég lenti á stöð þar sem bíómynd var að byrja og… [Lesa meira]